Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 1

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 1
37.árg. Reykjavík - deseraber joun °g gjafir Jólin eru haldin til minningar um hina mestu gjöf, sem gefin hefur verið. "Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist eigi heldur hafi eilíft líf." Jóh.3,16. Þessi gjöf er ekki alltaf metin sem skyldi, en þar sem hún er metin og við henni tekiö veitir hún ómælanlega blessun. Án Jesú Krists hefði maðurinn litla von. Allt það sem veitir gleði og sannan frið í þessu lífi, er frá honum runnið. Vonin um eilíft líf byggist einnig á honum. í honum eru "allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir." Um jólin gefum við hvert öðru gjafir og er það vel, ef það eru nytsamlegar gjafir og ef við leyfum okkur ekki meira en við höfum efni á. Sumir hafa það einnig fyrir fastan sið að gefa starfi Guðs sérstaka gjöf á þessari gjafanna hátíð. Þeir telja það óviðeigandi að hlaöa gjöfum hvert á annað, en gleyma alveg verki Drottins. Þeir telja að þeir hafi þegiö svo mikið af föðurnum á hæðum að það sé aðeins viðeigandi og sjálfsagt, að verk hans meðal mannanna hljóti einig gjöf á þessum tíma. "Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Gleðileg jól. S.B. 12.tbl.1974. / í , •<; • * .. Hy. ý/\ K--. -ó-v! Wr . ■ -WW fv' Q • ?wn

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.