Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 5
Bls. 5 - BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. Hann elskaði þau. Hann lifði til þess að vera blessun fyrir aðra. Hann elskaði fólk. Hann setti ekki hindranir upp á milli sín og annarra - jafnvel ekki gagnvart þeim sem höfðu ólíkt uppeldi eða voru af öðrum kynstofni eða þjóð. Heimurinn sem við lifum í er gegnsýrður af hatri. Einn hópur er settur gegn öðrum. Svartir gegn hvítum, eða brúnir eða gulir. Kristið ungt fólk sem fylgir dæmi Jesú Krists mun elska alla menn. Það er grundvallarhugmynd kristninnar að allir menn af öllum kynstofnum, af öllum þjóðum séu bræður. Við fætur kross Krists er jörðin slétt. Allir menn standa jafnir þar. Sum okkar mynda litla hópa, klíkur og þjóðabrot. Við skulum eins og Kristur ná til allra manna og reyna að skilja og hafa samúð með öllum þjóðum. Einhver hefur sagt að Jesú Kristur, sem var fæddur í Austurlöndum nær, hefur annan arminn útréttan til Austurlands og hinn til landa langt í vestri og umfaðmar þannig allt mannkynið. Kærleikur getur af sér kærleika það er svo margt fólk í dag sem þráir að heyra vingjarnlegt orð. Bros eða hlýleg kveðja gæti breytt öllu viðhorfi þeirra. Hvar sem þið farið skulið þið einsetja ykkur að bera með ykkur sólarljós og hamingju. Þetta er það sem Jesús gerði. Þið munuð hljóta laun fyrir á þúsund vegu sem ykkur hefur aldrei dottið í hug. Ómannúð mannsins gagnvart öðrum mönnum er enn stærsta synd heimsins. Heimurinn er í vanda í dag af því að við höfum ekki lært að elska náunga okkar eins og við elskum okkur sjálf. Jesús er fordæmi okkar á allan hátt, því að hann óx að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. Mætti ungt fólk í dag gera það sama. ’ iundin Txundi hluti af ðllum tekjum okkar heyrir Drottni til. Hann annast þann hluta, sem hann biöur okkur að endurgreiða sér. Hann segir: Þú færð að njóta örlætis míns, þegar þú hefur lagt tíundina til hliðar og komið fram fyrir mig með gjafir og fórnir. Af nákvæmni, heiðarleika og trúfesti eigum við að skila honum þessum hluta. Hann er heilagur. Tíundakerfið varð Gyðing- unum til blessunar. Að öðrum kosti hefði Guð ekki gefið þeim það. Meöan heimurinn varir mun það á sama hátt vera til blessunar þeim, sem iðka það.- Ellen G. l*íhite. Póstgírónúmer skrifstofunnar er 13400.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.