Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 7
Bls. 7 -BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. SYNDIN FJARLÆGÐ. Annað skilyrðið fyrir því að bæn sé svarað er að við viljum að öll synd sé fjarlægð úr lífi okkar. Þegar við komum að þessu öðru skilyrði fara mörg okkar að tregast við vegna þess að við elskum sumar af syndum okkar og við viljum ekki sleppa þeim. Sumar af þeim kunna að vera leyndar syndir, sem konur okkar eða eiginmenn okkar eða prestar okkar vita ekkert um, en Guð þekkir þaer allar. Biblían er skýr varðandi þetta triði:"Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki." (Sálm.66,18) Þriðja skilyrðið fyrir því að bæn sé svarað er að hafa trú á það, að Guð muni svara bænum okkar. "En án trúar er ómögulegt að þóknast honum" (Heb.11,6). "Til þess að trúfesta yðar, langt- um dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, gæti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists." (l.Pét.1,7) "Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists." (RÓm.10,17) Fjórða skilyrðið fyrir því að bæn sé svarað er að biðja samkvæmt Guðs vilja. Mörgum sinnum biðjum við um hluti sem Guð gæti ekki í sínum mikla kærleika gefið okkur. Við slíkri beiðni gefur Guð okkur neikvætt svar. Það þarf að hafa til að bera andlegan þroska til að skilja það þegar Guð segir nei. Þess vegna verðum við ávallt að biðja um að hans vilji verði. "Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans, að ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, aö oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um." (II.jóh.5.,14-15) Þetta er eitt af athyglisverðustu versum í allri Biblíunni og ég minni Guð á þetta fyrirheit sem hér er gefið, mörgum sinnum á dag. Þegar við biðjum samkvæmt vilja hans getum við verið fullviss um að hann mun veita okkur svar. Guð svarar hverri einlægri bæn. Fimmta skilyrðið fyrir því að bæn sé svarað er fúsleiki til að bíða eftir því að Guð svari. Þetta er stundum hið erfiðasta skilyrði að uppfylla. Við erum óþolinmóður lýður. Við viljum að bænum okkar sé svarað tafarlaust. Ég man eftir einum manni sem bað trúlega á hverjum degi í 52 ár fyrir tveimur vinum sínum áður en bæn hans var svarað. Hann hafði gengið x sáttmála við Guð. Hann vissi að bæn hans var samkvæmt Guðs vilja svo að hann hélt áfram að biðja með þolinmæði. í Hebreabréfinu 10, 36 segir: "Því að þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér úr býtum berið fyrirheitið, er þér hafið gjört Guðs vilja." Þessi fimm skilyrði fyrir bæn hef ég ávallt í huga í bæna- lífi mínu. Þau hafa gefið mér kraft í bæn minni og ég er viss um að þau munu gefa öðrum öruggt tak á armlegg bænarinnar. En eftir að ég hef uppfyllt þessi fimm skilyrði gerir Drottinn það skýrt fyrir mér að það voru ákveðnir hlutir sem ég verð að biðja um daglega í mínu eigin lífi. Það er þýðingarmikið að við biðjum fyrir sjálfum okkur fyrst, svo að við getum öðlast kraft, þegar við biðjum fjrrir öðrum. Það fyrsta sem ég bið Guð um er að hann hreinsi mig af allri synd og geri mig hreint og heilagt

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.