Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.12.1974, Blaðsíða 9
Bls.9 -BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. Það er önnur hlið á því að elska náungann sem sjaldan er talað um. Við verðum að þrá það einlæglega að hver persóna sem við mætum frelsist í ríki Guðs. Þegar við lítum í augu ókunnugra manna ættum við að sjá sál sem hefur möguleika á að eignast himininn. Við verðum að eiga löngun til þess að ná til þeirra með orði hjálpræðisins. Þetta verður að vera löngun okkar eins og hjá Páli. Hans löngun var að geta frelsað einhvern fyrir náð Guðs. Við verðum að biðja - já sárbiðja - um að Guð gefi okkur kærleika til mannanna eins og Jesú hafði. Hið fimmta sem við verðum að biðja um er trú - trú sem getur flutt fjöll í okkar eigin reynslu og að við getum flutt fjöll í reynslu annarra. Eitt af því sem Jesú sagði oft:!ió9 þer lítiltrúaðir.” Mannssonurinn var aftur og aftur undrandi þegar hann gekk um í þessum heimi yfir því að það var svo litla trú að finna. Og ég er viss um að þegar hann lítur á þá eign sína sem hann metur rnest, söfnuð sinn, er hann enn undrandi yfir því aö það er svo lítil trú. Okkur er sagt að óvinurinn hafi komið okkur að óvörum. Hvers vegna? Vegna þess að það er svo lítil trú. Við verðum að finna hlutina og snerta þá og eiga þá áður en við erum tilbúin að vinna fjrrir Guð. Orðið segir okkur að við frelsumst fjrrir trú en við verðum fyrst að lifa fyrir trú. "Hinn réttláti mun lifa fyrir trú sína" (RÓm.1,17). Kraftur okkar með Guði er í beinu hlutfalli við trú okkar á hann. Lítil trú, lítill kraftur. Engin trú, enginn kraftur. Mikil trú, mikill kraftur. DAGLEG SKÍRN ANDANS Hið síðasta sem við crttum að biðja um er að Jesú skíri okkur á hverjum degi með Heilögum anda. Flest okkar hafa verið skírð. En það kann að vera eitthvað sem við höfum gleymt - presturinn getur skírt okkur með vatni en aðeins Jesú getur skírt okkur með Heilögum anda. Varðandi þetta þýðingarmikla atriði eru orð Jóhannesar mjög skýr. Hann sagði: "Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá er mér máttkari, sem kemur á eftir mér, og er ég ekki verðugur áð bera skó hans. Hann mun skíra yður með Heilögum anda og eldi." (Matt.3,11) Við skulum biðja Drottinn daglega um skírn Andans. Ástæðan fyrir því að verkinu er ekki lokið er að við sjáum lítil merki um Heilagan anda á meðal okkar. Endirinn er að koma. Jesús mun snúa aftur miklu fyrr en flest okkar vænta. Endirinn mun koma skyndilega, eins og hann gerði á dögum Nca og Lots. "Þegar menn segja: "Friður og engin hætta," þá kemur snögglega tortíming yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu, og þeir munu alls ekki undan komast." (l.Þess.5,3) Við skulum gera endurlausn okkar vissa í dag. Við skulum biðja Drottin í dag og á hverjum degi: "Kenn oss að biðja."

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.