Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 4

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 4
BRATT A HIMNI HÆKKAR SOL -------------- JÓLAKVÆÐI --------- HÖLOUM HEILÖG) tól Textt. Halldoc Slönoal F Oi 4 C7 F n— 1 F/C C l—1 . ^ t 1 r. J c J-*- ir w ^—m * — * —0- SCÁTT Á HIMN - 1 H£W- - AC SÓL HCújT EN Á - FCAM Mlfl - ÁC. Hálo-in Am 07 rr ÖjM 1 F $ C7 F 1 1 w r i ~TÍ >—s ÍJ f \ ■ í ir—J -U E C - U I —i— IEIL - ÖÚj TÓL HÁ - TÍO ÁCS o a FCIO - ÁC. Á jólum er viðeigandi að hugsa um Ijós og frið. Allan ársins hring er streitan í öndvegi en á jólum er hátíð íjölskyldu og gleði. Um árabil hefur Vísbending fengið staðartónskáld sín til þess að semja lítil jólalög og oft hefur texti fylgt frá tónskáldinu. I þetta sinn leituðum við til Halldórs Blöndals og hann orti fyrir blaðið tvær jólavísur, hvora af sínu tagi. Brátt á himni hækkar sól hægt en áfram miðar. Haldin eru heilög jól hátíð árs og friðar Kom sem snöggvast kuldasog karlinn fingraslingur inn um gluggann gægðist og gjöf í skóinn stingur. Á íslandi er okkur fremur í hug snjór og ffost en sólskin þegar líður að jólum. Vart er hægt að hugsa sér ólíkara veðurfar en það sem rikir í Affíku þar sem ritstjóri var á ferð í haust með litlum hópi. Þar fórum við víða meðal annars í lítið þorp fólks af Himba-ættbálki þar sem höfðinginn átti sér margar konur. Fyrsta kona höfðingjans tók við okkur því að hann og aðrir karlmenn voru á ferð í fjöllunum. Hún var í mittisskýlu einni fata. Hún spurði hvaðan við kæmum en aldrei hafði hún heyrt á Island minnst. Hvað væri langt þangað. Dagsferð í flugvél sagði henni lítið. „Hvað væruð þið lengi að ganga?“ Eftir smá. umhugsun sögðum við tvö ár. Þá fannst henni afar langt til Islands. „Hvað eigið þið mörg böm?“ spurði hún og þegar við hjón sögðumst eiga þijú hló hún. „Hvers vegna ekki fleiri?“ Okkur vafðist tunga um tönn. Hún átti fimm sem sátu undir trénu með henni. Hún ætlaði hiklaust að eignast fleiri. Það var ómögulegt að segja hve gömul hún var. Himbar telja ekki tímann. Allir sóttu í skuggann. Bömin litu vel út og léku sér eins og önnur böm. Helst í skugganum samt. 4 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.