Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 17

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 17
síðan að danski Privatbankinn kippti að sér höndum um lánveitingar til Islandsbanka. Tók hann fé af reikningi Islandsbanka upp í skuld, neitaði að greiða ávísanir bankans og kraíðist greiðslna á skuldum hans. Skýringin á framferði Privatbankans er líkast til sú að hann átti sjálfur í vanda.8 Stjómvöld komu Islandsbanka til bjargar. Tekið var stórt lán í Englandi árið 1921 og fékkbankinn rúman helming þess. Mestum hluta ijárins var varið til greiðslu skulda í Danmörku. En erfiðleikar bankans urðu til þess að stjómvöld höfðu öll ráð hans í hendi sér. Þau notuðu tækifærið til að ná af bankanum rétti til seðlaútgáfu og setja honum ýmis fleiri skilyrði.9 Með lögum sem tóku gildi 1921 var þak sett á seðlaútgáfu bankans um tíma, en honum síðan gert að taka seðla sína úr umferð í áföngum og skyldi því lokið 1933. Þá var ákveðið að stjómvöld skipuðu hér eftir tvo af þremur stjómendum bankans. Ari síðar var ákveðið að fela Landsbankanum til bráðabirgða að gefa út þá seðla sem þörf væri fýrir umfram seðlaútgáfu Islandsbanka. Arið 1922 skildu leiðir íslensku krónunnar og hinnar dönsku. Gengi íslensku krónunnar lækkaði og um leið vænkaðist hagur útflutningsatvinnuvega. En hér urðu umskipti árið 1924. Gengið hækkaði um 75% á einu og hálfu ári. Verðlag lækkaði nokkuð, en ekki nærri jafhmikið og nam gengishækkuninni. Við þetta versnaði hagur sjávarútvegsfýrirtækja og Islandsbanka um leið.10 Smám saman rýmuðu líka innistæður bankans. Innlánin náðu hámarki árið 1919 þegar þau vom um 26 milljónir króna eða álíka mikil að vöxtum og innlán Landsbankans. Sjö árum síðar, árið 1926, vom innlán í Islandsbanka komin niður fýrir 15 milljónir króna en innlán í Landsbankanum námu þá rúmum 36 milljónum." Hér var sannarlega beitt við þjóðfélagið aðferð rœningja á þjóðvegum, er þeir stöðva ferðamenn óvörum, setja marghleypu fyrir brjóst þeim og segja „Peningana eða lífið!" e'~matéi thnitf L*ndsbankannni. Umrceður um framtíðarskipan seðlaútgáfu Árið 1924 vom lögð fram tvo þingfrumvörp um bankamál. Annað var samið í Landsbankanum fýrir atbeina Ijármálaráðherra. Samkvæmt því skyldi Landsbankanum veitt leyfi til að gefa út seðla sem innleysanlegir væm í gulli. I fiumvarpi Bjöms Kristjánssonar alþingismanns var hins vegar lagt til að ný ríkisstofhun gæfi út seðlana og hefði hún ekki annað hlutverk. Þeirri stofnun virðist til dæmis ekki hafa verið ætlað að bera ábyrgð á peningastefhunni. Bjöm benti á að hvergi annars staðar rækju seðlabankar sparisjóðsviðskipti eins og verða myndi ef Landsbankinn væri gerður að seðlabanka. Auk þess hefði reynslan af íslandsbanka sýnt að seðlaútgáfa og almenn útlánastarfsemi fæm illa saman.12 A þessum árum var áhersla lögð á spamað i öllum ríkisrekstri. Stofhframlög til seðlabanka og kostnaður afrekstri hans óx mönnum í augum. Arið 1925 var kosin milliþinganelhd um bankamál og fóm mrgir uJT '- inga j p ndl^ar Þcir hijót-n'a-tbankanm j 1>esar Þessi borSrunum Hvers tn cnn Pen- inga T VCSna láta jSar hór cr öruJjlW Crhndis J&Vna 1>á í <JfU: sfaðar W tenkinn. Hefir’ r,!° er Lands- ^ áhvr/YA !kjssJóður tekið l —jL^~SParisÍóMé Kcmur /,að þrír nefiidamienn um Norðurlönd til þess að kynna sér týrirkomulag seðlaútgáfu og skoðanir seðlabankastjóra þar á því hvemig best væri að haga þessum málum. Sérstaklega vom seðlabankastjóramir spurðir álits á þeim tillögum sem lagðar vom fýrir þingið 1924. Allir töldu þeir óhætt að fela Landsbankanum hlutverk seðlabanka eins og málum væri háttað hér, en gerðu mismikla fýrirvara. Bankastjóri Noregsbanka var eindregnastur stuðningsmaður þess að fela Landsbankanum seðlaútgáfuréttinn. Taldi hann aðstæður hér svipaðar og vom í Noregi þegar slíkt fýrirkomulag var þar. Meirihluti milliþinganelhdar, 4 nefndarmenn af 5, þeir Asgeir Asgeirsson (síðar forseti), Jónas Jónsson frá Hriflu, Magnús Jónsson og Sveinn Bjömsson (síðar forseti), lagði til að Landsbankanum yrði falinn rétturinn til seðlaútgáfu. I áliti meirihlutans er lögð áhersla á að seðlabanka sé nauðsynlegt að hafa meiri tök á viðskiptalífinu en hann hafi með seðlaútgáfunni einni. Ef hann missi beint samband við atvinnuvegi landsins glati hann forsendum sem þurfi til þess að geta haldið fastri stjóm á lánveitingum innanlands og greiðslujöfnuði við útlönd.13 Meirihlutinn lagði þó áherslu á að Landsbankinn yrði að gæta hófs í samkeppni við aðra banka og hafa hemil á sparisjóðsstarfsemi sinni.14 Minnihlutinn, Benedikt Sveinsson, vildi hins vegar stofna sérstakan seðlabanka, Ríkisbanka Islands. Sagði Benedikt að menn yrðu að líta á málið „einungis eflir málavöxtum, en ekki heillaðir af neinni „autoritets-trú“, jafnvel þótt um skoðanir mikilhæffa manna sé að ræða.“ls Hann leyfði sér þó að vitna í sænska hagfræðinginn Gustav Cassel sem árið 1916 lagðist jafii eindregið gegn því að ríkisbankinn sænski fengi að taka á móti innlánsfé gegn vöxtum og því að ríkið setti á fót viðskiptabanka. Benedikt andmælti því að seðlabanki gæti ekki haft nægileg áhrif á viðskiptalífið nema hann lánaði einstökum mönnum og félögum beint. Vopnið í þessu efni væri seðlaútgáfan, en ekki bein útlánastarfsemi til fólks eða fýrirtækja. Þá benti Benedikt á að seðlabankar væm í sífellt auknum mæli að verða bankar bankanna í öðmm löndum. Landsbankinn myndi hafa tvenns konar hlutverk, annars vegar að gæta sanngimi gagnvart öðrum lánastofiiunum og hins vegar að sjá eigin lánastarfsemi borgið: „Meðan hér er aðeins um tvo almenna viðskiftabanka að ræða, sem reka samskonar starfsemi, þá ætti það að vera hveijum manni augljóst, hversu viðsjált það væri að öðrum þeirra væri fengin tögl og hagldir í bankaviðskiftunum. ... Mundi hér ^S,ZgaÍá^nm Síað ^a%arfu 1 Us,u Sögur *num hér j j Lan^bankaJjmf.T ð(t<*í btlanda o. s frv r.]arf,ó,,u tiJ T ‘>cssar Ulrau„irmP7níegar ‘Jármálalíf landsm * ð skaða - « ztí,:? as M, scm hnnu að Jef7„- Pfwí 4 b.„k,hn',mr *M> jgar norsku h n‘ erlcndis. S,ríds,okin tönuð hru^u <:n(]‘nfíar peninguJ ,s' j ireyma erlJ* T Óh» Tdsrnandshankinn iT" danski ð ferjgu margir ishní 3 höfu°- Jinnmgu Urn ‘ar alvarlCga mun,r hcirra v.-„r„ . ! á' er Hár- áttu pcn- að hafi „ V- d‘lnska- nata orðiö skelfrt s,öastliðnu ut- a ri. órúatí mum. - ser vé/ VISBENDING I 17 nu a Þessum

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.