Vísbending


Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 27

Vísbending - 17.12.2007, Blaðsíða 27
Taprekstur bókhaldsfyrirbœri ÓH: En þetta kostaði okkur líka það að við lifðum í algerum óraunvemleika. Allt var bókstaflega rekið með tapi á þessum tíma og taprekstur varð eiginlega viðurkennd aðferð í rekstri fyrirtækja. Ég greip héma niður í Benjamin, hann sagði einhvem timann við mig í viðtali um það hvað honum væri minnisstæðast frá þessum tíma: „Hinn langvarandi og viðvarandi taprekstur íslenskra fyrirtækja sem stöðugt heimtar meira fjármagn til að halda sér gangandi. Tapreksturinn er svelgurinn mikli sem gleypir allt sparifé, gleypir erlent sparifé, gerir að engu allar efnahagsráðstafanir og er óstöðvandi hít“ JS: Þetta er nú eins og hans var von og vísa, karlmannleg orð. Ég held samt, eftir á að hyggja, af því ég fékkst nú við það í áratugi að lesa rekstrarreikninga og efnahagsreikninga íslenskra fyrirtækja, að mikið af þessum taprekstri hafi verið bókhaldsfyrirbæri. Það vantaði endurmatið á eignunum og þvi um líka hluti. JH: Verðbólgan gerði alla sýn á efnahagslífið brenglaða. JS: Ég er alls ekki að andmæla því sem þú hefur eftir Benjamín. Það er sannarlega mikið til í því. Hins vegar held ég að þessi myrka taprekstrarmynd, sem blasti við sjónum á hveiju einasta ári - og söngurinn um tapið á útgerðinni sem hljómaði í eymm manna eins og eilífðarsinfónía ekki bara árum heldur áratugum saman hafi verið misvísandi - það var ekki allt sem sýndist í því efhi. Verötryggingin 1979 JS: Arsreikningamir vom skakkir. Stóra skrefið til þess að nálgast réttvísandi reikninga var verðtryggingarákvörðunin 1979. Ég veit að þú vilt leita að mistökum , en er nú ekki ástæða til að huga að einhveiju sem var rétt ráðið. Það var rétt ákvörðun að heimila verðtryggingu fjárskuldbindinga með lögum. Hún hefði að vísu mátt koma miklu fyrr. JH: Það var búið að gera tilraunir til að nálgast þetta viðfangsefni fyrr. Það er löng saga sem segja má um það að koma verðtryggingunni á. Bankamir vildu það ekki og það varð ekkert úr því. Ég hef verið að kynna mér þessa sögu um Ólafslög frá 1979 og það er eins og svolítið kraftaverk, að þetta skyldi komast inn í þennan mikla lagabálk um efnahagsmálin. JS: Það er vegna þess að þá var pólitískt lag. Mér er það mál vel kunnugt. Ég gekk reyndar ffá ffumvarpinu til prentunar ásamt samstarfsmönnum minum á Þjóðhagsstofnun eins og það var lagt fyrir þingið. Framkvœmdir teknar fram yfir stöðugleika JH: Þama gerist það sama og hafði gerst áður og heldur áffam að gerast, að þegar valið stendur á milli stöðugleika og fijálsrar verslunar annars vegar og margvíslegra ffamkvæmda hins vegar, þá taka stjómvöld alltaf ffamkvæmdimar ffam yfir. Það er fyrir öllu. Þannig að Marshall-aðstoðinni er varið í áburðarverksmiðju, og sementsverksmiðju, sem aldrei hefði átt að byggja, en að vísu líka í góða hluti eins og Sogs- og Laxárvirkjanir. Ég held síður en svo að þeim peningum hafí öllum verið kastað á glæ, en þessum ffamkvæmdum var geflnn forgangur, af því menn sáu sér pólitískan hag í því. Benjamín snýst í átt til að fallast á þau sjónarmið þegar ffá líður. JS: Það er forsjárhyggjan. JH: Röksemdin var sú að hér vantaði allt til alls. Þetta var land sem var um aldamótin að hefja sinn þróunarferil. Þetta var mjög skiljanleg afstaða. En allan tímann sjáum við að sú ákvörðun er tekin, að velja ffamkvæmdir umffam stöðugleika og það hefur í för með sér sífellda efhahagsörðugleika, minni hagvöxt en annars hefði getað orðið og sóun á verðmætum að því leyti að oft er farið of fljótt af stað og af lítilli yfirvegun. Við kaupum 30 togara á einu bretti eftir stríðið og sitjum þar með innan skamms uppi með gamaldags togara, í staðinn fyrir að kaupa fimm togara fyrst og svo fimm togara næst og svo koll af kolli; þá hefðum við getað fýlgst með tækniþróun og átt nýtísku flota. Seinna meir eru það skipakaupin miklu eftir 1970 sem eyðilögðu öll fiskimiðin hér, þannig að við höfum ítrekað mátt súpa seyðið af ffamkvæmdagleði okkar. JS: Islendingum hefiir jafhan verið lagið að fylgja öllum öldum hagsveiflunnar upp á við en ekki að deyfa þær, en hafa svo aftur á móti jafhan leitast við með misjafnlega viturlegum ráðum að jafha öldudalina. Og hvaða leiðir voni farnar til að fylla í dalina? Yfirleitt að leggja á mishá innflutningsgjöld til þess að greiða sérstakar misháar uppbætur á þetta og hitt til þess að halda hlutunum gangandi í undirstöðugreinunum.Þetta var í eðli sínu íhaldssöm aðferð; hún skapaði ekki hvetjandi umhverfi fyrir nýjungar eða nýbreytni í atvinnulífinu. VÍSBENDING I 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.