Bæjarblaðið


Bæjarblaðið - 10.01.1990, Qupperneq 1

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Qupperneq 1
Hér má sjá hvernig fiskverkunarhúsið við Strandgötu 25 lítur út eftir brunann. Stórtjón í Grindavík og Sandgerði — i veðurofsanum í fyrrinótt eðurofsinn sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið aðfaranótt þriðju- dags olli miklu tjóni hér á Suðurnesjum og urðu stærstu tjónin í Grindavík og Sandgerði. í Keflavík höfðu lög- reglumenn og björgunar- sveitarmenn í nógu að snú- ast við að elta uppi þak- plötur og annað lauslegt sem fauk í óveðrinu. Með- al annars fauk þakjárn af Edenborg við Hafnargötu 30 og glerskáli færðist úr stað við hús eitt í bænum. Stórbruni varð í Sand- gerði er fiskverkunarhús við Strandgötu 25 brann til kaldra kola. Slökkviliðs- menn fengu ekkert ráðið við brunann og lagði eld- glæringum frá húsinu yfir allan bæinn. Tvö fiskverk- unarfyrirtæki höfðu starf- semi í húsinu, sem nú er brunarústir einar. Við höfnina gekk mikið á í veðurhaminum og ein- hverjir smábátar löskuð- ust. Ekki var vitað um stórfellt eignatjón við höfnina áður en blaðið fór í prentun. Það sem bjarg- aði því að ekki fór verr, var að bátaeigendur héldu til í bátum sínum alla nótt- ina. Grindvikingar fóru heldur ekki varhluta af ofsaveðrinu. Þar brast hafnargarðurinn svo grjótinu skolaði langt upp á veg. Sigurður Ágústs- son, varðstjóri í Grindavík sagði í samtali við Bæjar- blaðið að hann hefði aldrei séð annan eins sjógang og var umrædda nótt. Kvíabryggja gjöreyðilagð- ist og stórar skemmdir urðu á hafnargörðum. Það er því ljóst að tjón við höfnina skiptir tugum milljóna. Litlu munaði að illa færi er Ólafur Ágústsson vélstjóri féll í höfnina er alda reif hann með sér þar sem hann var að aðgæta að báti sínum. Ólafur sem er á sextugsaldri náði að grípa í trédrumb og halda sér á floti. Síðan náði hann að komast upp á trébretti sem flaut í höfninni og á því flaut Ólafur 300-400 m uns hann náði landi. Ólafi varð ekki meint af volkinu eftir því sem næst verður komist og má það teljast kraftaverk að hann skyldi sleppa heill á húfi úr þessum hildarleik. HLJOMVAL 10% afsláttur á framköllun út janúar

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.