Bæjarblaðið - 10.01.1990, Page 10

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Page 10
10 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð ÍÞRÓTTIR Nýburar T ólf nýburar hafa komið í heiminn á meðan Bæjar- blaðið hefur verið í jólafríi en að þessu sinni birtum við myndir af sjö þeirra. Hin'ar myndirnar koma í næsta blaði. Um leið og við bjóðum börnin velkomin í heiminn og óskum foreldrum þeirra til hamingju, viljum við nota tækifærið og óska starfsfjólki fæðingardeildar Sjúkra- húss Keflavíkur árs og friðar, með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. X Strákur fæddur 22. des. 1989. 4270 gr. og 54 cm. Foreldrar: Stefanía Guðjónsdóttir og Gunn- laugur Dan Ólafsson. í -* - Strákur fæddur 21. des. 1989. 3960 gr. og 53 cm. Foreldrar: Hafdís Jó- hannsdóttir og Bjarni Ást- valdsson. Stúlka fædd 20. des. 1989. 4000 gr. og 51 em. For- eldrar: Bryndís Arnþórs- dóttir og Bergþór Bald- vinsson. Stúlkan var skírð Þorbjörg. Strákur fæddur 20. des. 1989. 3750 gr. og 52,5 cm. Foreldrar: Bergþóra Ólafsdóttir og Arnar Karlsson. \ Stúlka fædd 30. des. 1989. 30.50 gr. og 48 cm. Foreldrar: Þóra Gunnars- dóttir og Einar Sigurpáls- son. m Þessi stúlka var áramóta- barnið okkar Suðurnesja- manna 1990, en hún fædd- ist 3. janúar kl. 12.27 og mældist 4000 gr og 50 cm. Foreldrar: Inga Jóna Ingi- marsdóttir og Hallgrímur Arthúrsson. Þessi drengur kom i heim- inn skömmu síðar, en hann fæddist kl. 14.16 þann 3. janúar og mældist 4070 gr og 54 cm. Foreldr- ar: Sólveig Snorradóttir og Jón Guðmundsson. Körfuknattleikur: Allt gekk upp hjá UMFG F yrsti leikurinn á Suður- nesjum eftir jólafrí var í Grindavík á laugardag. Þá tóku Grindvíkingar á móti ÍR-stúlkunum. í byrjun virtist ÍR-liðið ætla að hafa betur. Spiluðu góðan sóknarbolta og hittnin var góð. Leiddu þær leikinn alveg fram á síðustu mínútur fyrri hálfleiks en þá sigu Grindavíkurstúlk- urnar fram úr og leiddu í lékhléi 21-19. í síðari hálfleik sýndu Grindvíkingar algjöra yfirburði og juku muninn jafnt og þétt og sigruðu með 12 stiga mun, 53-41. Grindvíkingar léku þennan leik vel. Byrjunin lofaði nú ekki góðu en það vakti nokkra athygli að Marta Guðmundsdóttir, sem verið hefur einn aðal máttarstólpi liðsins, byrj- aði ekki leikinn. Hún kom svo inn á um miðjan fyrri hálfleik en náði sér aldrei á strik. Það voru aftur á móti þær Svanhildur og Ragnheiður með góðri aðstoð Stefaniu sem sáu um að afgreiða ÍR-inga. Ragnheiður skoraði að vísu ekki mörg stig en leik- kerfi Grindvíkinga sem miðaði að því að Ragn- heiður fengi boltann út í hornið og gæfi síðan send- ingu á Svanhildi sem kæmi síðan í gegnum vörnina frá veiku hliðinni gekk oft skemmtilega upp. Svan- hildur var lang stigahæst með 27 stig. Hjá ÍR-ingum gekk heldur brösulega, sérstaklega eftir að þær misstu Hildigunni út af vegna bakmeiðsla. Bestar hjá þeim voru þær Hrönn og Linda. Eit var það sem setti svartan blett á þennan leik. Grindvíkingar geta (mega) ekki bjóða þessu ágæta kvennaliði upp á slíka framkvæmd á leik eins og þarna átti sér stað. Ritaraborðið var skipað eingöngu börnum sem voru alls ekki starfi sínu vaxin. Nú er ekki svo að Grindvíkingar séu einir um þetta vandamál. Þetta er meira og minna hjá öllum félögum og er það miður. En sérstaklega finnst mér þetta leiðinlegt fyrir UMFG, þar sem kven- þjóðin styður mjög vel við bakið á Úrvalsdeildarliði þeirra. Flest allir starfs- menn kringum leiki þeirra eru konur að ógleymdum ,,klappstýruhópnum“. Grindvíkingar, ég skora á ykkur að kippa þessu í liðinn. v a ATVINNA Starfsstúlku vantar í tískuverslun í 70% starf. Skriflegar umsóknir leggist inn hjá Bæjarblaöinu Hafnargötu 90 II hæó. MUNIÐ ORKUREIKNINGANA Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaöar. Athugiö: Lokunargjald er kr. 1.800.- Látiö orkureikninginn hafa forgang. Hitaveita Suðurnesja

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.