Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 28
4 MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR GRfMSSTAÐIR Á FiÖLLUM Álitsgjafar Markaðarins segja flestir að meðhöndlun stjórnvalda á sölu jarðarinnar til Huang Nubo séu verstu viðskipti ársins sem er að llða. Mynd/Sigga Hallgríms Meðferð Grímsstaðamáls talin mikill afleikur stjórnvalda Álitsgjafar Markaðarins nefna flestir meðferð stjórnvalda á fyrirhuguðum kaupum Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum þegar spurt er um umdeildustu eða verstu viðskipti ársins. Talið er að málið geti reynst afdrifaríkt fyrir erlenda fjárfestingu. VERSTU/UMDEILDUSTU VIÐSKIPTIÁRSINS Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Þegar spurt er um verstu eða umdeildustu kaup ársins nefndu flestir álitsgjafar Markaðarins meðhöndlun máls Huang Nubo, sem vildi festa kaup á landar- eigninni Grímsstöðum á Fjöllum. Það var mikið pólitískt bitbein, enda töldu margir að fjárfesting af þeirri stærðargráðu sem um ræddi hefði getað hjálpað mikið við endurreisn efnahagslífsins. f öðru sæti var salan á SpKef til Landsbankans, þar sem ríkis- sjóður mun sennilega þurfa að greiða 11 til 30 milljarða í milli- gjöf vegna mismunar á skuldum SpKef og innistæðum. í þriðja sæti var sá gerningur þegar Arion banki gaf fimm stjórnendum Haga hluti í fyr- irtækinu, sem eru nú að verð- mæti 230 milljónir króna, fyrir að skuldbinda sig til að vinna hjá fyrirtækinu fram til júlíloka á næsta ári. Fá mál ollu jafn miklu fjarg- viðri í ár og fyrirhuguð kaup kín- verska fyrirtækisins Zhongkun Group á Grímsstöðum á Fjöll- um. Stjórnarformaðurinn Huang Nubo hafði í ágúst samið við eig- endur 72% af Grímsstöðum um kaup á landi undir 200 herbergja hótel og aðra starfsemi tengda ferðaþjónustu og afþreyingu. Þar sem lög kveða á um að aðil- ar utan Evrópska efnahagssvæð- isins megi ekki kaupa fasteign- ir hér á landi voru kaupin alltaf háð undanþágu frá Ögmundi Jón- assyni innanríkisráðherra. Um- sókninni var hafnað í lok nóvem- ber með þeim rökum að ekki væri hægt að víkja frá lögum þegar um jafnstórt svæði væri að ræða. Engin fordæmi væru fyrir því að „jafnstórt landsvæði á ís- landi hafi verið fært undir erlend yfirráð" eins og segir í svari inn- anríkisráðuneytisins. Álitsgjafar Markaðarins telja að þessi málsmeðferð hafi skaðað hagsmuni íslands, og meðal ann- ars allt fjárfestingarumhverfi, með því að draga úr möguleikum á því að ná erlendri fjárfestingu til landsins og koma í veg fyrir uppbyggingu ferðamannaiðnað- ar á Áusturlandi. Huang áformaði að Zhongkun myndi fjárfesta fyrir allt að tutt- ugu milljarða króna við uppbygg- inguna á næsta áratug. Þá áætlaði greiningardeild Arion banka að fyrirhuguð umsvif Huang hér á landi myndu skapa um þúsund varanleg störf hér á landi, og enn fleiri meðan á framkvæmd- um staeði. Þá gætu gjaldeyris- tekjur íslands aukist um marga milljarða á ári. nQ milljarðar er ""Ovl milligjöfin vegna mismunar á skuldum SpKef og innistæðum. Salan á SpKef varð í öðru sæti. Halldór Jóhannsson er talsmað- ur Huang á íslandi og hann segir í samtali við Markaðinn að hann hafi ekki órað fyrir því að málið fengi þá efnislegu meðferð sem svo varð. „Huang var búinn að ræða málið við marga ráðherra og taldi að hann væri að eiga við ríkis- stjórn með sameiginlega stefnu. Það kom því á óvart að einn ráð- herra tæki geðþóttaákvörðun í þessu máli sem síðar reyndist.“ Halldór segir að ekki sé útilok- að að eitthvað verði úr þar sem þeir hafi verið í viðræðum við iðnaðarráðuneytið og Fjárfest- ingarstofu um fjárfestingarleið, væntanlega með leigufyrirkomu- lagi. Huang hefur lýst sig tilbú- inn að vinna með þeim hætti ef búið verði að tryggja að fyrir- tækið fái að reisa hótel og reka þá starfsemi sem hann hafi hugs- að sér. „Við erum búin að eyða miklu púðri í verkefnið og það er synd og skömm ef þetta tækifæri glutrast niður. Ég held að við ís- lendingar megum ekkert við því að gefa þetta frá okkur. Við verð- um að leita leiða til að leysa þetta með farsælum hætti.“ VERSTU/UMDEILDUSTU VIDSKIPTIÁRSINS 1. Meðhöndlun stjórnvalda á fyrir- huguðum kaupum Huang Nubo á Grímstöðum á Fjöllum. 2. Kaup Landsbankans á SpKef. 3. Gjöf Arion á hlutabréfum til stjórnenda Haga. önnur viðskipti sem voru nefnd: „Ógagnsæ sala bankanna á eignum sínum." (Salan á N1 sérstaklega nefnd.) „Kennitöluflakk World Class." „Hlutafjáraukningin í lceland Express í haust." „Hjarðhegðun f islensku viðskiptalífi sem hefur látið Framkvæmdasjóð fslands mæta mótlæti." „Kjarasamningarnir i vor." Ummæli álitsgjafa „Kaup Huang Nubo á Gríms- töðum á Fjöllum, eða öllu heldur meðhöndlun þess máls. Skaðar umhverfi og möguleika á að ná erlendri fjárfestingu til íslands meira en flestir átta sig á." „Bann ráðherra við sölu Gríms- staða til erlends fjárfestis sem þar með kom í veg fyrir gríðarlega atvinnuuppbyggingu í ferða- mennsku á svæðinu." „Yfirtaka Landsbankans á SpKef á uppsprengdu mati var varla í „Skuldaniðurfellingar fyrirtækja." „Eigendur FSÍ kaupa hlut (lcelandair af sjálfum sér." „Farseðlakaup fslendinga hjá lceland Express." „Viðskipti með þýfi." „Kaup íslandsbanka á Byr." „Sala Seðlabankans á Sjóvá." þágu skattgreiðenda. Eignir SpKef lækkuðu að mati kaupenda um 15 milljarða króna á fáeinum mánuðum eftir yfirtökuna. Sérlega súr díll." „Arion banki gaf fimm stjórn- endum Haga hluti í fyrirtækinu sem eru í kjölfar hlutafjárútboðsins 230 milljóna króna virði, fyrir að skuldbinda sig til að vinna hjá fyrir- tækinu fram í júli 2012. Auk þess greiddi bankinn skatt af þessari gjöf fyrir 170 milljónir króna. Þurfti 400 milljónir til að fá stjórnendurna til að festa sig í 9 mánuði?" A KATUN PERFORMANCE Tónerhylki og varahlutir í flesta prentara. Vínlandsleið 6-8, S. 588 9000 r^KUOCERa nashuutei: RICOH Lexm^rk sharp brather caiion C3 KONICA MINOLTA Optlma er aðili að rammasamningi Rlkiskaupa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.