Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 5

Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 5
slíkir stormbyljir mannlegra til- finninga — ást og hatur, göfug- lyndi, skilningur og átakanlegur misskilningur — stormbyljir, sem náðu inn í hvert heimili og til hvers mannsbarns í borginni — að enn er þessi vetur nefndur „vet- urinn, þegar Valerie Pratiere var hér“. ÞAÐ VAR EKKI af því að Valerie ynni sér eitthvað til frægð- ar, eða yrði alræmd fyrir glæpa- verk, eða að eiginlega kæmi nokk- uð það fyrir líana, sem venjulega hendir fólk, sem á heima á ein- hverjum stað í fáa mánuði og skil- ur eftir sig óafmáanlegar minning- ar uin hverfula dvöl. — Orsökin var einfaldlega sú, að hún gaf eng- an gaum að áliti meiri hluta borg- arbúa, löðrungaði þannig sjálfsálit þeirra og hugsaði sér um tíma að eiga mann, sem var mörgum árum yngri en hún, mann sem hún unni og sem í þá daga elskaði hana. •— Söguiia um Valerie Pratiere getur þó raunverulega enginn sagt nema hún sjálf og ungi maðurinn, sem heitir Rinn Corovall. — Og Valerie Pratiere var í Englandi, síðast þeg- ar til hennar fréttist, en Rinn Coro- vall ritar nú framúrskarandi leikrit um hamingjusamt fólk á Broad- way. — Ef einhver færi að segja söguna, myndi hún óhjákvæmilega verka ófullkomin eða ýkt, eins og borgin ýkti hana, eða misskilin, eins og borgin misskildi hana. Og ef hún yrði sett saman af frásögnum margra manna, frásögnum allra þeirra, sem tóku þátt í sorgarleikn- um, léku þar vond eða góð hlut- verk, yrði hún einn hrærigrautur og vitleysa. Og þó virðist það ein- hvernveginn vera saga, sú tegund af sögum, sem festast manni í minni, jafnvel þótt tilviijanir ein- ar marki hana. „HUN HAFÐI MIKINN far- angur meðferðis“, myndi leigubíl- stjórinn Dave Adams segja, ef þú snerir þér til hans. „Það hefði nægt heilli fjölskyldu. Og veiztu hvað var í kössunum? Bækur. Bækur og aftur bækur. Seinna komumst við að því, að eiginmaður hennar hafði verið rithöfundur. Hann hafði far- izt í bílslysi eitthvað ári áður en hún kom til borgarinnar. Ilann var drukkinn og ók bíl sínum, og .... Hún var fögur og aðlaðandi eins og nítján til tuttugu ára ungling- ur, þótt hún væri þrjátíu og sjö eða átta ára gömul“. RINN VAR tuttugu og fjögra ára, en hefði getað verið eldri, þó ekki hvað útlit snerti, en augu hans vom dimmblá og þreytuleg. Hann hafði unnið í tvö ár hjá Walters járnvöruverzluninni, eftir að hafa lokið menntaskólanámi. Það er að segja á daginn, en hann HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.