Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 7

Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 7
ÞÚ SKILUR hvers vegna hann var hrifinn af henni og elskaði hana. Hann langaði til að verða rithöfundur og í borginni var eng- inn, sem hann gat talað við um það áhugamál sitt. Hún skildi löngun hans, löngunina til þess að skrifa, og ást hans á bókum. Og ekki einungis skildi hún hann, heldur virti hann og örvaði. Allt, sem hann hafði þráð að segja •— segja upphátt — í fjölda ára, fékk nú útrás. Allar hugmyndirnar, sem honum voru svo kærar, gat hann skýrt fyrir. skilningsgóðum áheyr- enda, og það var mikils virði fyrir hann. EITT KVÖLD, eftir að hann hafði heimsótt hana í hálfan mán- uð og lesið fyrir hana það sem hann hafði skrifað, vissi hann, að hann myndi aldrei geta gert neitt af því, sem hann langaði til, án hennar. Hann tilbað hana. Hann var tuttugu og fjögra ára — og hann vissi að aldursmunur þeirra skipti engu, hún varð að verða •'íians. Hún hafði sagt honum að kalla sig Valerie; nafnið fannst honum eins fagurt og hún sjálf. Og nú stóð hann upp af dívaninum og sagði „Valerie“. Ef til vill á því augnabliki — þó líklega miklu fyrr — vissi hún, hvað hafði skeð. Hún svaraði honum ekki, aðeins leit upp, og það var enginn léttir í augnaráðinu. Hann kraup þá niður á gólfið við hlið hennar og tók í hönd hennar. „Valerie", sagði hann, „ég elska þig“- Hann lét höfuðið síga hægt nið- ur, en hún tók um kinnar hans og lyfti höfði hans. Hann stóð upp og hún kyssti hann fyrirmannlega á ennið. „En þú mátt það ekki, Rinn“, sagði hún. „Þú mátt það ekki, aldrei“. „En ég geri það, Valerie“. „Það er ekki hægt, Rinn. Það er brjálæði jafnvel að hugsa um það. Ég veit ekki hvers vegna ég var svo heimsk að láta þetta ná svona langt. Það er mér að kenna. Ég hef komið mjög óheiðarlega fram við þig“. „Valerie, þú mátt ekki tala þann- ig. Þessar tvær vikur hafa verið þær fegurstu, sem ég hef lifað, tvær vikur, sem ég aldrei gleymi. Og ég vildi ekki hafa þær öðruvísi en þær voru, vegna þess að ég elska þig. Ég varð að segja þér það, jafn- vel þótt þú vildir ekki heyra það, vegna þess að ég gat ekki þagað yfir því lengur“ „Rinn, þú getur ekki elskað mig“. „Segðu þetta ekki, Valerie — eins og það væri allt búið. Það getur ekki tekið enda. Ég elska þig. Ég þarfnast þín og vil ekki lifa án þín“. Varir hans nálguðust. „Rinn, þetta er ekki hægt — það HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.