Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 8
er brjálæði, ég segi þér það —
brjálæði“.
Þegar varir hans snertu varir
hennar, fann hann að þær vöru
heitar og mjúkar, og hún sagði
ekkert, þegar hann þrýsti þær.
Líkami hennar lét undan þrá henn-
ar. Hún læsti handleggjunum ut-
an um hann og þrýsti honum fast
að sér, gagntekin af innibyrgðum
tilfinningum og geðshræringu,
löngun, einstæðingsskap og hryggð,
sem gerði vart við sig í fögnuðin-
um yfir þessum eina ástríðufulla
kossi á mildri vetrarnótt, frá manni,
sem hún hafði aðeins þekkt í tvær
vikur......En þegar stund ástríð-
unnar var liðin, reyndi hún að
gera sér ljóst fánýti þessara atlota.
,:Rinn“, sagði hún, „ég held að
ég gæti elskað þig, ef ég væri ekki
svona gömul og þú værir ekki
svona ungur. Og það kæmi mér
meira að segja ekkert á óvart, þótt
ég væri þegar dálítið hrifin af þér.
En þetta er ómögulegt. Ég veit
það. Ég segi það ekki til þess að
særa þig, það vil ég sízt gera. En
þetta er hvorugu okkar til góðs.
Við erum að vaða út í myrkur og
reyk, og munum bæði bíða tjón
af því, ef við höldum áfram. Lík-
lega væri bezt að við sæjumst ekki
oftar“.
MÓÐIR RINNS var fíngerð
kona. Hann hafði erft þreytulegu
augun hennar.
„Ég man eftir þessum morgni“,
myndi hún segja. Þegar hann kom
niður til morgunverðar var hann
svo undarlegur. Ég hafði aldrei
séð hann þannig fyrr. Það var eins
og allar plágur veraldar hefðu
lagzt á hann.'Hann vildi ekki segja
mér, hvað amaði að, og sennilega
hefði ég aldrei frétt það, ef frú
Lansing Woodside hefði ekki
hringt til mín“.
Walters kaupmaður hefði sagt:
„Hann var svo utan við sig, að
ég var að hugsa um að reka hann.
Ekki svo að skilja, að ég hefði
nokkurntíma gert það. Ég vissi,
að eitthvað var öðruvísi en það
átti að vera. Hann virtist ekki hafa
hugsun á neinu. Svo dag einn í
miðri viku bað hann um hálftíma
frí til þess að skrifa bréf, sem hann
setti síðan í póst“.
„Rinn, bréfið þitt var mjög
elskulegt, og ég er hreykin af því
að vita, að til skuli vera maður,
sem hugsar svona mikið um mig.
Mig langar líka til þess að sjá
þig. En það verður allt að ve^
eins og það var áður. Það er bezt
fyrir okkur bæði.
Þín Valerie".
Hún stóð fyrir framan arininn
og talaði: „Við getum haldið kunn-
ingsskap okkar áfram. Þegar öllu
er á botninn hvolft, er mér sama
hvað borgin hugsar og segir. Mér er
sama, hvað allir aðrir en þeir, sem
9
HEIMILISRITEÐ