Heimilisritið - 01.01.1947, Page 10
eldri virðast ekki skilja neitt held-
ur“.
„En geta þeir ekki gert sér grein
fyrir því, að það er ekki neitt rangt
við þetta, — að þú hefur aðeins
verið nokkurs konar kennari minn,
og að þú hefur gert mikið fyrir
mig? Geta þeir ekki skilið það?“
„Nei, Rinn“.
„Allir vinir mínir skilja það.
Pabbi og mamma skilja það. Veiztu
hvað mamma sagði við frú Wood-
side, þegar hún hringdi hana upp?
— Sonur minn veit, hvað hann er
að gera, sagði hún, og ef hann
heimsækir þessa Pratiere er hún
góð kona. — Síðan skellt hún á“.
„Móðir þín er góð kona“.
Þau fóru inn í dagstofuna. Hjá
dyrunum sá hann spjald, sem
smeygt hafði verið inn. A það var
teiknuðu mynd af gamalli konu, og
í fylgd með henni var lítill drengur.
Fyrir neðan var skrifað: Rinn
Corovall á göngu með Valerie
Pratiere.
„Hvað er þetta, Valerie?“
„Ó, teikningin. Ég hef verið að
fá svona listaverk send af og til,
en láttu það ekki fá svona mikið
áþig“.
„Ég held ég viti, hvað dreng-
djöfull hefur gert þetta. Þetta er
enginn leikur. Hann skal fá að
finna fyrir því“.
„En Rinn, þú getur ekki barizt
einn gegn allri borginni, það myndi
bara gera illt verra“.
B
„Ja, hvað sem öðru líður, skal'ég
hafæupp á drengnum“.
SAGA DRENGSINS yrði eitt-
hvað á þessa leið:
„Ég geri ráð fyrir, að enginn viti
með vissu hver gerði það í þetta
sinn. Ég hélt þá, að það væri mjög
sniðugt, en ég iðraðist þess síðar.
Ég hef aldrei getað gleymt því. 1
hvert skipti, sem ég geng framhjá
húsinu fer ég að hugsa um, hvað
hafi gerzt þar eitt kvöldið. Rinn
mætti mér á götu nokkrum dög-
um áður. Þá höfðum við sent
teikningar þangað í rúma viku.
Hann spurði mig, og ég sá að hann
vissi það strax, þegar hann leit á
mig, að ég var með í því. Hann
réðist á mig og það varð harður
bardagi. Ég hafði alltaf haldið að
hann væri kraftalítill, því að hann
hafði alltaf setið inni við skriftir,
í stað þess að vera úti með okkur,
en ég fékk meira en nóg.
„Ég var þá nítján ára, en miklu
stærri en Rinn. Okkur hafði dott-
ið í hug snjallráð, að því að okk-
ur fannst. Við földum okkur bak
við runna, en einn okkar fór og
barði að dyrum. Rinn var þar þá.
Valerie kom til dyra, og þá sagði
félagi okkar henni, að hann væri
kominn frá Elliheimilinu, til þess
að sækja frú Pratiere. Hún riðaði,
eins og henni hefði verið gefið ut-
anundir. Loks gat hún stunið því
upp, að þetta hlyti að vera mis-
HEIMILISRITIÐ