Heimilisritið - 01.01.1947, Page 11
skilningur og lokaði síðan dyrun-
um. í gegnum gluggann sáum við,
að hún féll niður í stól og grét —
grét sáran. Við tíndumst burtu
smátt og smátt, og ég hef alltaf
séð eftir þessu“.
RINN GAT ekki horft á hana
gráta svona. Hún var eins og lítil
stúlka, lítið barn, sem fallið hafði
saman af óseigjanlegri kvöl og
angist. Hann lyfti henni úr sætinu
og tók hana í fang sér, þrýsti
henni fast að sér. Hann sagði ekk-
ert, en þerraði tárin sem féllu nið-
ur kinnar hennar og reyndi eftir
mætti að vera nógu gamall, stór og
sterkur til þess ,að vernda hana.
Loks, þegar hún var hætt að
snökta, leit hún á hann með grát-
hlaupnum augum og talaði til
hans, sagði hann:
„Þú ert fegursta konan, sem ég
mun nokurntíma kynnast, hvað
sem ég lifi lengi. Og ég mun alltaf
elska þig!“
„Þetta eru mestu lofsyrði, sem
ég hef nokkru sinni fengið“.
„Ég meina hvert einasta orð af
því sem ég sagði“.
„Þakka þér fyrir, Rinn. Langar
þig til þess að kyssa mig?“
„Meira en nokkuð annað“.
„Það er kveðjukoss — þú veizt
það?“ sagði hún.
„Já, ég veit það“.
Hann kyssti hana fast og inni-
lega, og hún tók á móti honum með
HEIMILISRITIÐ
ákafa, eins og þau fyndu bæði á sér,
að þessi koss væri sá síðasti, og
að áhrifa hans yrði að gæta jafn-
vel svo árum skipti.
„Ég mun alltaf elska þig, Val-
erie. Þú veizt það?“
„Auðvitað veit ég það, hjartans
vinur. Þú verður frægur rithöf-
undur, og ég verð voða hreykin af
þér. Þú heldur áfram að skrifa,
Rinn. Hún mátti ekki hætta því.
Vertu sæll og gangi þér allt að
óskum“.
„Vertu sæl, Valerie, og þakka þér
fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir
mig. Ég mun aldrei geta launað
það, hvernig sem ég reyni“.
Hann hélt í hönd hennar, beygði
sig niður og kyssti á hana, Síðan
hraðaði hann sér út úr dyrunum.
Hann leit aftur áður en hann
beygði fyrir næsta hús. Hún stóð
í dyrunum, veifaði til hans og
brosti. Svo lokaði hún dyrunum, og
það var eins og hún væri að loka
þeim fyrir æsku hans — þótt hann
skildi það ekki fyrr en seinna.
Hann var hryggur og leiður á líf-
inu, þegar hann gekk niður göt-
una. Og hann vissi, að ekkert yrði
framar eins í lífi hans, upp frá
þessu myndi hann sjá hlutina með
öðrum augum og að tilfinningar
hjarta hans yrðu aðrar.
Hún fór úr borginni næsta dag.
Enginn hefur átt heima í stóra,
hvíta húsinu síðan. Hún hafði val-
ið þennan bæ einfaldlega eftir
9