Heimilisritið - 01.01.1947, Page 13
Öðlist
Aðferðin er einfaldlega sú, að horfast
í augu við annmarka yðar og fylgja
fáeinum reglum
aðlaðandi persónuleika
— Efiir Jean Z. O-wen —
EF TIL VILL gerið þér yður
ekki ljóst, að þér eruð miður aðlað-
andi. Þér takið einungis eftir því,
að þér eruð oft skapillar og kennið
óþæginda í návist fólks, er þér ef
til vill hafið þekkt lengi. Þér hafið
kannski óljósan grun um, að ýmis
af þeim heimboðum, er þér hljótið,
séu af hendi kunningja yðar eins-
konar „eyðufylla" í samkomum
þeirra, sem gripið er til á síðustu
stundu, eða þá að þeir, er bjóða
yður í samkvæmi, hafa ekki fund-
ið neina aðra til að hafa nógu
margar dömur við borðið og þess
vegna gripið til yðar. .
Þó eruð þér ekki svo afleitar,
að yðar eigin áliti. Þér vitið sjálf-
ar, að þér eruð að minnsta kosti
í meðallagi laglegar, komið vel fyr-
ir yður orði og eigið þann eigin-
leika að geta hlustað með þolin-
mæði á það, sem aðrir hafa að
segja yður. Þrátt fyrir þetta eruð
þér ekki í vafa um, að yður skortir
persónulegt aðdráttarafl og þér
vilduð sjálfar geta haft áhrif til
bóta á þennan ágalla yðar. Þér
getið, vissulega orðið skemmtileg-
ar og aðlaðandi, ef þér einungis
viljið horfast í augu við galla yðar
og fylgja nokkrum einföldum regl-
um.
Lítið yður sjólfa
sömu augum og aðra.
Þetta táknar ekki, að þér eigið
að sýna takmarkalausa eigingirni,
kn hinsvegar það, að þér gerið yð-
ur fullkomlega ljósar skyldur yðar
og réttindi sem einstaklings og
krefjizt, að yður sé sýnd sama
kurteisi og þér teljið yður skylt
að sýna öðrum.
Verið ekki stöðugt með afsakan-
ir á vörunum varðandi útlit yðar,
fortíð eða hæfileika. Munið, að
sérhver hefur sína galla og að þeir
HEIMILISRITIÐ
11