Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 16

Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 16
mörk sín, notar klæðnaðinn, ti'l að draga fram í dagsljósið það bezta í fari sínu, baéði andlega og líkam- lega. Það væri mjög heimskulegt af yður að gera tilraunir fyrir framan spegilinn, um það, hvaða nýjar gerðir af klæðnaði muni henta bezt, til að breyta útliti yðar. En þetta á ekki einungis við um það, að breyta útliti sínu. Ef til vill hafið þér rýrt lífshamingju yð- ar stórlega með óhyggilegum vana- kreddum. Ef til vill eruð þér þreyttar, kannski óánægðar með flest í daglegu fari yðar. Verið gæti, að lífsgleði yðar yrði allt önnur og meiri, ef þér breyttuð til, þó ekki væri nema í fáeinum atriðum. Það myndi að minnsta kosti ekki saka að hugleiða þann möguleika. Beríð raunir yðar vel. Að sjálfsögðu þarfnist þér, eins og aðrir, stuðnings frá vinum, til að yfirstíga erfiði og mótlæti lífs- ins. Enginn er svo sterkur, að það sé honum ekki nauðsynlegt að geta leitað til vinar, þegar á bjátar og illa horfir. En það er hinsvegar allt annað en að hrjá alla í nálægð yðar, sem vilja Ijá umkvörtunum yðar eyra. Þegar syrta tók yfir ástamálum Helenu, gerðum við kunningjar hennar allt, sem í okkar valdi stóð, til að létta henni b’yrðina erfið- ustu dagana. Þegar fyrrverandi unnusti hennar svo giftist hinni stúlkunni, er hann hafði tekið fram yfir Helenu, komum við í veg fyrir það, að hún væri ein og yfirgefin með áhyggjur sínar. Hún var boð- in út til kvöldverðar með okkur svo að segja á hverju kvöldi, og gestgjafinn sá ætíð um, að hún væri ekki herralaus. En það leið ekki á löngu þar til þetta varð til þess, að Helena fór að álíta sjálfsagt, að við kunningj- ar hennar sæum henni fyrir herr- um til að skemmta sér með. Hún gerði ekki minnstu tilraun til að hjálpa sér sjálf í þessum efnum. Hún fór að álíta það sem sjálf- sagðan hlut, að við teldum skyldu okkar að sjá henni stöðugt fyrir ungum mönnum. Meðaumkvun vina hennar snerist upp í andúð í hennar garð vegna þessarar sjálfs- elsku hennar. Áður en varði stóð hún ein uppi, nálega vinalaus, þar til hún tók í sig kjark og fór að bjarga sér sjálf á nýjan leik. Verið dólítið varfæmar. Verið ekki um of hreinskilin. Mjög lífsreynd kona sagði mér þá skoðun sína, nokkru áður en ég gifti mig, að meira að segja á milli eiginmanns og eiginkonu geti aldrei verið um algert, gagnkvæmt traust að ræða. Þessi kenning á þó enn betur við í sambandi við venjulega vináttu en um hjóna- bandið. 14 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.