Heimilisritið - 01.01.1947, Page 17

Heimilisritið - 01.01.1947, Page 17
í fyrstu geta vinir yðar verið fullir samúðar og hluttekningar. En ef þér takið upp á því að segja ævisögu yðar hverjum og einum, sem vill hlusta á yður, þá skulið þér vera viðbúnar því, að sá tími komi, er enginn vill hlusta á yður. Temjið yður að skilja og virða aðra. Ef til vill látið þér það yður engu varða, þótt frænka frú Potts hafi útskrifazt frá menntaskólan- um í Toonerville með fyrstu á- gætiseinkunn, eða þá að litli dreng- urinn hennar Susie hafi orðið að berjast áfram hjálparlaus í átta mánuði. En ef þér farið að hug- leiða mál eins og þessi, komizt þér að raun um, að þau hreyfa strengi í brjósti yðar. Yður getur fundizt þetta hálfgerð hræsni fyrst í stað, en ef þér gerið yður að skyldu að vera ekki steinrunnar gagnvart öðrum munið þér fljótlega komast að raun um, að á bak við þetta er djúpur hljómgrunnur í eðli yðar og að hluttekning yðar í tilfinn- ingalífi annarra gerir yður sjálfa hamingjusamari. Ég þekkti eitt sinn unga konu, ungfrú X skulum við kalla hana. Hún varð vinsælasta unga stúlkan, sem ég hef kynnzt, einmitt af því að hún eignaðist þann eiginleika í ríkum mæli að geta sett, sig í spor annarra. Fyrst þegar ég hafði spurnir af henni var hún hræsnisfull og sjálfs- elsk. Samkvæmt ráðleggingum frá sálfræðingi, sem hún þekkti, ein- setti hún sér að láta aðra virða sig meira en áður. Seinna spurði ég hana, hvernig hún hefði farið að þessu, og hún svaraði: „Þú nærð engum árangri í þessum efnum með því einungis að neyða sjálfa þig til að veita lífskjörum annarra athygli, þegar þú ert innan um annað fólk. Þú verður að halda áfram að hugsa um fólkið og hagi þess, eftir að þú ert farin frá því“. Ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir, hvað hún átti við í þessu sambandi, fyrr en ég sá hana næst. Hún heilsaði mér mjög vingjarn- lega og sagði svo: „Mér varð hugs- að til þín í gær, þegar ég var að lesa bók eina og'rakst á kafla, sem ég veit að þér hefði þótt mikils um vert að lesa“. Mér hlýnaði í hjarta við að heyra, að ungfrú X hefði hugsað til mín er hún var að lesa bókina. Venjið yður á að hafa vini yðar i huga, þegar þér lesið í bók, horf- ið á kvikmynd, hlustið á tónleika eða eruð á skemmtigöngu. Reynið að koma auga á eitthvað það, sem þeim myndi þykja gaman að og segið þeim síðan frá því, næst þeg- ar þér sjáið það, sendið þvi línu eða úrklipþu. Það er einföld en áhrifamikil leið til að láta í Ijós vináttu sína, HEIMILISRITIÐ I 15

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.