Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 18
Verið glaðlyndar.
Ekkert er eins þreytandi og sú
manneskja, sem situr hreyfingar-
laus og talar lon og don um lífið,
en hreyfir ekki litla fingur til að
taka sjálf þátt í því, þótt það sé
iðandi allt í kring um hana. Takið
þátt í lífinu sjálfar. Farið á
skemmtistaði og njótið þess. Og
um fram allt, gleymið ekki að vera
broshýrar.
Metið að verðleikum
það sem yður er gert.
Það er sama hvort þakklæti er
látið í ljós í orði eða verki, ef það
kemur frá hjartanu. Þá mun það
vísara til þess að afla yður vin-
sælda en nokkuð annað. Þér skul-
uð ekki reyna að telja yður trú
um, að vinum yðar standi á sama
um það, hvort »þér sýnið þeim
þakklæti í einhverri mynd eða
hvort þér gleymið að senda þeim
„línu“ sem þér höfðuð lofað. Sama
máli gegnir ef þér gleymið að koma
í heimboð, er yður bar skylda til
að fara í.
Eitt sinn tjáði frægur sálfræðing-
ur mér, að miður aðlaðandi fólk
ætti raunverulega að vera þakk-
látt fyrir að vera það, vegna þess
að ef því tækist að breyta sér til
batnaðar hefði það almennt miklu.
meiri möguleika til að verða ham-
ingjusamt og vinsælt, heldur en
það fólk, sem hefði meðfædda eig-
inleika til þess að afla sér vin-
sælda. Fólk, sem er hlédrægt að
eðlisfari, gerir sig ekki sekt um að
nota frekju eða yfirborðsmerinsku.
Slíkar manneskjur ergja ekki aðra
með innantómu orðagjálfri eða lát-
lausri viðleitni að því marki að
vera miðdepill allrar aðdáunar.
Hlédrægir menn eru jafnan mikl-
um mun vinfastari en þeir, er virð-
ast allra vinir þegar í stað.
Það er vissulega fremur auðvelt
að breyta sjálfri sér eftir eigin ósk-
um, þegar loks heiðarleg tilraun
er gerð til þess af fullri alvöru. Það
þarf að vísu sterkan sjálfsaga, til
að ná verulegum árangri, en engin
áreynsla borgar sig þó betur þegar
á allt er litið.
ENDIR
Kæn kona.
— Hvert œtlarðu að fara svona klædd?
— Ut og sýna nágrönnunum, að þú ert
svo nízkur, að þú tímir ekki að gefa kon-
unni þinni nýjan kjól.
16
HEIMILISRITIÐ