Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 19
Hún sneri sér að honum og
sló hann rösklega utan undir.
Undarleg
er ástin
Létt smásaga eftir Kristmann Gu'ðimu:
■. A tr<
► 6» J -■ u i t'
BERÍT litla fór úr búðinni, þeg-
að klukkuna vantaði stundarfjórð-
ung í átta. Raunar var lokað
klukkan sjö,-en það var alltaf'svo
mikið að gera á eftir. Þetta var
vefnaðarvöruverzlun og allt á
tvístringi í búðinni, þegar síðustu
viðskiptavinirnir voru farnir.
Berít var smávaxin og snotur.
Hún hafði krakkalegt andlit, mó-
brún, þunglyndislega augu, rauðar
varir og dökkt, hrokkið hár. Hún
var átján ára og nýlega komin
til borgarinnar utan úr sveit. Fyr-
ir níu tíma vinnu í búðihni fékk
hun hundrað og tuttugu krónur.
Það voru tveir piltar skotnir í
henni. Annan þeirra, sem hét
Hannes, hafði hún þekkt lengi;
hann var úr sveitinni hennar, en
hafði farið til borgarinnar tveimur
árum á undan henni. Hann var
rafvirki og hafði tvö hundruð tutt-
ugu og fimm krónur á mánuði.
Honum fannst að þau gætu gift sig
upp á það. Berít hélt líka, að það
myndi duga; en hún var ekki al-
veg viss um, hvort hún elskaði
hann nógu mikið til þess að giftast
honum. Reyndar leið henni alltaf
vel, þegar hún var með Hannesi.
Hann var svo fyndinn og skemmti-
legur og alltaf í góðu skapi. Og
þó hann væri ekki tiltakanlega lag-
legur, þá var hann heldur ekki
ljótur. Andlit hans var stórt,
HEIMILISRITIÐ
17