Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 20
kringluleitt og góðlegt og svo hafði
hann afar breiðar herðar.
Hinn pilturinn hét Viktor. Hann
var dálítið eldri en Hannes og hún
sjálf, nefnilega tuttugu og þriggja
ára. Iíann var að stúdera og liafði
engar fastar tekjur ennþá. En fað-
ir hans var efnakarl, kaupmaður á
Vesturlandi. Viktor var fölur í and-
liti, fínn og fallegur og ákaflega
lærður. Hún hafði bara þekkt liann
í nokkra mánuði, en bar fjarska
mikla virðingu fyrir honum. Sjálf
hafði hún aldrei verið neitt fyrir
bókina; það var með naumindum
hægt að ferma hana hérna urn ár-
ið, en hún hafði alltaf dáðst að
fólki, sem kunni mikið. Svo var
nú Viktor svarthærður. Og augun
í honum voru stór og starandi.
Stundum var hún dálítið hrædd
við hann; hann var svo vitur og
/sagði svo margt undarlegt. Nú og
sennilega var hún eitthvað skotin
í honum líka; það var ekki gott að
vita, nema hún væri bara meira
skotin í honum en Iíannesi!
Hún var að hugsa um þetta
vandasama málefni alla leiðina
heim til sín. — Það var allra fall-
egasta vorkvöld, hlýtt í veðri og
blómaangan úr göi’ðunum. Og hún
var eitthvað svo skrítin um sig
alla; — ætli það væx-i ekki bezt,
að hún'trúlofaðist honum Viktor?
Hann bað hennar annan hvern dag
og var þegar búinn að kaupa
hringa. 1 hringana var grafið: Þín
18
ástfólgna Berit og Þinn ástfólgni
Viktor. Þetta voru ljómandi lagleg-
ir gripir og hún hafði aldrei á æv-
inni átt neinn hi’ing.
Hannes talaði ekki mikið um
ástir og þess háttar, en hún vissi
mætavel hvað honum leið fyrir því.
En Hannes var fátækur og Viktor
át'ti stóran arf í vændum. — Hún
•
var orðin afskaplega leið á fátækt-
inni. Og nú var hún átján ára og
gat gifzt, hvenær sem hún vildi.
Svo var nú vorið og blíðan;, — æ
maður varð alltaf eitthvað svo
undarlegur á vorin!
Hún bjó hjá kerlingu, sem leigði
út herbergi upp á Hverfisgötu.
Herbei’ginu fylgdi morgunmatur og
kvöldverður og fyrir þetta boi’gaði
hún áttatíu krónur á mánuði.
Morgunverðurinn var kaffi með
einni hveitibrauðsneið, en kvöld-
maturinn var tvær- brauðsneiðar
með kaffi. Kerling leit út eins og
hún nærðist mestmegnis á ediki,
og hún var alltaf að tala um hvað
hei'bergið og maturinn væri ódýr
hjá sér. Berít litla var síhrædd um,
að hún myndi hækka leiguna þá
og þegar.
Hei-bei'gið var lítið og húsgögnin
voru: járnrúm, sem ui'raði allt og
tísti, hvað lítið sem maður hreyfði
sig í því, draghaltur stóll og emal-
lerað þvottaborð. En Berít litla
hafði gert það eins vistlegt og hún
gat, með því að líma myndir úr
útlendum blöðum á veggina.
HEIMILISRITIÐ