Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 22
leg föt og mega sofa til hádegis á
hverjum degi. Ilún þorði ekki að
líta á hann, en starði fast á pressu-
járnið, eins og hún vænti sér ein-
hverrar hjálpar þaðan. Þetta var
ákaflega freistandi. Viktor greyið
var laglegur strákur og það var
ekki að vita, nema hún væri eitt-
hvað skotin í honum. En það var
líka skolli viðurhlutamikið að lof-
ast einum manni og vera svo bund-
in honum alla ævi síðan. Hún fékk
ákafan hjartslátt, þegar hún hugs-
aði til þess.
„Er fallegt þarna, sem þú átt
heima?“ spurði hún í vandræðum
sínum.
„Já, það er fallegt. Það er fjall
fyrir ofan húsið; þar hef ég oft
gengið einsamall um nætur og
horft á sjörnurnar. Ég var svo ein-
mana þarna fyrir vestan. Fólk
skildi mig ekki. Gaman verður að
ganga þar saman, Berít; ég skal
segja þér hvað stjörnurnar heita,
Ég skal sýna þér endalausan him-
ingeiminn', sem er fullur ?if veröld-
um, er enginn þekkir. Hugsaðu þér
það, að jörðin okkar er bara eins
og duftkorn í alheiminum, örlítill
hnoðri í Vetrarbrautinni. Það eru
óteljandi veraldir til og sumar
þeirra eru svo langt burtu, að
ljósið frá þeim er þúsund ár á leið-
inni til okkar. Og sumar stjörnur,
sem við sjáum í dag, eru alls ekki
lengur til“.
„Ha-a-a!“ sagði hún hálfsmeyk,
„Hvernig getum við þá séð þær,
ef þær eru ekki lengur til?“
„Það eru undur og stórmerki lifs-
ms, Berít. í geimnum eru margir
heimar og allir eru þeir fegri en
okkar jörð. Ef til vill eigum við
eftir að ganga þar saman einhvern-
tíma, Berít“.
„Ha, — á Vetrarbrautinni?“
spurði hún utan gátta. Hún var að
hugsa um hverju hún ætti að
svara bónorði hans.
„Berít — “. Hann tók diskinn
frá henni, og setti hann á gólfið.
„Berít“, hvíslaði hann hásum
rómi; „elskarðu mig?“
Jæja, þá varð hún nú víst að
ákveða sig! Hún horfði ráðþrota á
andlit hans; — hann hafði ljóm-
andi fallegan munn.
„Heyrðu, Viktor“, sagði hún
lágt. „Ef þú villt, þá máttu kyssa
mig einu sinni“.
Hann horfði á hana dálitla
stund, án þess að svara. Augu hans
voru dimm og gljáandi, og hann
var rj4ður í framan.
„Það var nú ekki það, sem ég
sþúrði um, Berít. Auðvitað kyssi
ég þig einhverntíma. — En veiztu
hvað það er, að kyssast? Þetta er
gamall og barbarískur vani, sóða-
legur og heilsuspillandi. Maður fær
í sig milljónir af bakteríum við '
hvern koss. — Svaraðu mér nú,
Berít: elskarðu mig eða ekki?“
„Hvað segirðu, drengur?“ mælti
Berít og lét brúnir síga. „Þú held-
20
HEIMILISRITIÐ