Heimilisritið - 01.01.1947, Page 24
ið mitt Ktla, hvað gengur eigin-
lega að þér?“
Það var voða gott að vera hjá
honum, hann var svo stór og sterk-
ur. Hún náði sér fljótt aftur og
hætti að kjökra.
„Heyrðu, Óli“, sagði hún eftir
stundarkorn; „sér þú nokkurntíma
stjörnur, sem ekki eru til?“
Hann hló góðlátlega. „Ónei,
telpa mín. Reyndar þykir mér gott
í staupinu, en ég drekk alltaf í
'hófi!“
„Heyrðu“, hélt hún áfram;
„heldur þú, að ég hafi munninn
fullann af viðbjóðslegum kvik-
indum?“
„Ertu orðin eitthvað verri,
Berít mín?“ -Hann tók fastar utan
um hana og lyfti henni upp á kné
sér. „Ég skal svei mér sýna þér,
kelli mín, að ég er ekki minnstu
vitund hræddur við munninn á
þér!“
Hún streyttist dálítið á móti,
svona rétt til málamynda; svo tók
hún um hálsinn á honum og lofaði
honum að kyssa sig eins og hann
vildi. — Því þetta var hann ólafur,
stóri, fallegi pilturinn, sem allar
stelpur voru bálskotnar í heima í
sveitinni þeirra.
Þegar þau voru búin að kyssast,
varð hann allt í einu vandræða-
legur á svipinn.
„Berít“, sagði hann. „Ég hafði
hugsað mér -ehaldið að -e-e- að
ég. — Æ, hvern skrambann er ég
að þvaðra! Viltu giftast mér,
Berít?“
„Ha, — já, það vil ég!“ svaraði
hún.
E N D I R
— Skrítlur —
EKKI NÓGU MÖRG
Bóndi nokkur, fátæklegur til fara, kom eitt sinn til ljósmyndarans í kaup-
staðnum og spurði.
„Tttkið þér myndir af börnum?“
„Já, já“.
„Hvað kostar það?“
„Tíu krónur dúsínið".
. „Jæja. Nú þá er bezt ég komi heldur að hausti, því ég á ekki nema ellefu
núna“.
NÓGU STYRK TUNGA
— Læknirinn leit á tunguna í mér og gaf mér svo lyfseðil upp á styrk-
ingarmeðal.
— Hvað í ósköpunum segirðu, Margrét — ekki þó fyrir tunguna víst?
22
HEIMILISRITIÐ