Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 26
um eða möndlum. Einnig má dýfa
þeim í kokosmjöl. •
Eplapönnukaka
8 bollar hveiti
%—1 1. mjólk
1 tesk. salt
1—2 egg
S—4 epli
V2 bolli sykur
1% matsk. smjörlíki
Hveitið er sigtað og saltinu
blandað í. Egg og mjólk er þeytt
saman og hrært saman við hveitið.
Soppan á að vera slétt og gljáandi.
Bíði nokkurn tíma.
Hýðið er tekið af eplunum á-
samt fræhúsunum. Eplin skorin í
þunna bita, sykurinn látinn á þau,
óg þau steikt í smjörlíkinu á
pönnu, þar til þau eru mjúk, en
heilleg. Þau eru síðan látin í kalt,
smurt tertuform eða pönnu.
Pönnukökusoppan er þeytt upp
og hellt yfir eplin. Kakan er bök-
uð við góðan hita í ofni. Þegar hún
er bökuð, eftir 20 mín. til % klst.,
er henni hvolft á fat og sykri
stráð yfir hana. Bezt heit eða volg.
Steikt epli mð sýrópi
12 epli
1 bolli brauðmylsna
1 bolli sýróp
8 matsk. smjör.
Eplin eru flysjuð og fræhúsið
tekið úr þeim heilum. Eplunum
velt upp úr brauðmylsnu og raðað
í vel smurt eldfast mót. S^rópinu
er hellt í eplin, þar sem fræhúsið
var, smjörbiti látinn á hvert epli.
Eplin látin inn í vel heitan ofn og
steikt, þar til þáu eru mjúk. Kæld.
Borin sem ábætisréttur með
þeyttum rjóma eða vanillusósu.
Piparkökur
100 gr. smjör eða smjörliki
80 — sykur
80 — sýróp
Vt tesk. kanel
Vt — negull
V2 — engifer
Vi — natron
V2 matsk. volgt vatn
260 gr. hveiti
50 — möndlur
Smjörið hrært lint og sykur, sýr-
óp og krydd þar saman við. Natr-
onið er hrært út í volgu vatninu
og síðan út í smjörið og sykurinn.
Möndlurnar eru látnar í sjóðandi
vatn, afhýddar og saxaðar fremur
gróft, hræðar út í ásamt hveitinu,
sem áður er sigtað. Deigið látið
á borð og hnoðað í lengjur, sem
látnar eru bíða til næsta dags á
hveiti-stráðu bretti. Lengjurnar
síðan skornar í þunnar sneiðar með
beittum hníf. Sneiðunum er raðað
á smurða plötu og bakaðar við
meðalhita.
E N D I R
24
HEIMILISRITIÐ