Heimilisritið - 01.01.1947, Page 29
anum. Sumarið 1935 kvað Musso-
lini hafa orðið bálreiður við Grandi,
af því honum hafði láðst að til-
kynna, að Bretar mundu hafa for-
ustuna í refsiaðgerðum gegn Ítalíu.
En það voru fleiri en Grandi sem
þar fóru villir vegar. Grandi er
meðeigandi í Sorima-félaginu í
Genoa. Það var félagið sem náði
gullinu úr eimskipinu Egypt, sem
legið hafði lengi á sjávax-botni og
þykir það eitthvert mesta björgun-
arafrek sem sögur fara af. Grandi
er hið mesta ljúfmenni, og senni-
lega vinsælastur allra erlendra
sendimanna við hirð Bretakonugs.
í OKTÓBERMÁNUÐI 1935
hófst styrjöldin gegn Abessiníu.
ítalir þykja kaldrifjaðir þegar því
er að skipta, og Mussolini lét sig
hafa „að traðka þeim samningum,
sem hann hafði lofað að halda, til
þess að ræna og yfirbuga land,
sem hann hafði-lofað að verja“.
Árurn saman hafði hann haft í
hótunum, um leiðangur austur á
bóginn. Hann þurfti á auknu land-
rými — nýlendum — að halda
handa ítölum. En Vesturland^bú-
ar voru orðnir svo vanir bægsla-
gangi, að þeir áttuðu sig því mið-
ur ekki á, að í þetta sinn var al-
vara á ferðum.
Við skulum staldra við augna-
blik og athuga noMiur grundvall-
ai’atriði í fjárhags- og atvixinumál-
um Ítalíu.
íbúar Ítalíu eru 42 milljónir,
jafnmargir og Frakklands, en land-
rýmið er ekki nema þriðjungur
móts við ræktanlegt land á Frakk-
landi. Þjóðinni fjölgar svo furðu-
lega ört, að fjögur hundruð og
fimmtíu þúsund fæðingar bætast
við á ári. Allur þorrinn stundar
akuryrkju. Aðeins 10. hluti þjóð-
arinnar lifir á iðnaði. Landið skort-
ir sérstaklega hráefni. 99% af
bómull verður að flytja inn, 80%
af ull, 95% af kolum, 99% af
steinolíu, 80% af járni og stáli,
99% af kopar. Þótt Mussolini hafi
barizt mjög fyrir auknum land-
búnaði, þá eru þó ekki framleidd
nægileg matvæli til neyzlu í land-
inu sjálfu. Það verður að flytja
inn 15% af kjöti og 20% af korn-
vörum.
Starf Mussolinis á fyrstu árum
fasismans var að gera þetta land,
sem svo fátækleg skilyrði hefur frá
uáttúrunnar hendi, að stórveldi.
Honum tókst það að vísu, en
kostnaðuiúnn var óskaplegur.
Skattarnir uxu þangað til þeir
voru orðnir 38% af tekjum þjóðar-
innar. Vei-zlunai-jöfnuðurinn var
óskaplega óhagstæður. Tekjuhall-
inn á fjárlögunum jókst úr £ 11.-
000.000 1930—31, upp í £ 60.000,-
000 1932—33 og £ 107.000.000
1933—34, en það voru 25% af öll-
um tekjum þjóðaiúnnar. Undirbún-
ingurinn undir Abessiníuleiðangur-
inn, áður en styrjöldin hófst, kost-
HEIMILISRITIÐ
27