Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 30

Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 30
aði kringum £ 33.000.000. Hálfum gullforðanum var eytt. — í des- embermánuði voru ítalskar lírur seldar með 8% afföllum, og ekkert framundan að dómi fjármála- manna, en frekara gengisfall. Samt held ég ekki að Mussolini hafi lagt út í ófriðinn, aðeins af fjárhagslegum ástæðum. (Hann er enginn fjármálamaður frekar en Hitler). Hitt er sönnu nær, að hann hafi verið knúinn út í þetta af flokkslegum og þjóðernislegum á- stæðum. Mussolini lítur á frægðar- ljómann af landvinningunum ekki síður en fjárhagslegan hagnað. Og það má heldur ekki gleyma því, að þegar ítalir brutu þríveldasamn- inginn og fóru í heimsstyrjöldina bandamannamegin, var þeim lof- að meiru af herfanginu en efnt var. Utanríkispólitík Mussolinis hafði yfirleitt misheppnazt. Hann hafði erfitt verk að framkvæma og tvíþætt: Þótt ítalir væri í hópi sigurvegaranna, þá óskuðu þeir engu að síður endurskoðunar á friðarsamningunmn. Frakkar lok- uðu hann úti frá Túnis. Afskipta- semi hans af Albaníu kostaði mik- ið fé, og gaf lítið í aðra hönd. Fjórveldasamningur hans, sem var einskonar tilraun til að mynda „heilagt bandalag“ 20. aldarinnar, varð að engu. Iíann seildist til áhrifa í Austurríki og Ungverja- landi, en lét fyrir vináttu Þjóð- verja. Hann var alltaf skökku megin í Arabíu-skærunum. Hann reyndi að blása að glóðunum á Balkanskaganum, en það tókst ekki betur en svo; Júgóslavía, Rúmenía, Grikkland og Tyrkland hafa gert bandalag gegn honum. En í þessu ,efni kemur margt fleira til greina en stjórnmálaá- stæður. Eins og allir einræðismenn verður Mussolini alltaf að keppast við „að halda uppi heiðri sínum“. Hann varð að halda áfram að vinna afreksverk. Hann var per- sónulega hermaður og landvinn- ingamaður. Hann talaði um land- vinninga „sem hin eilífu og óbreyti- legu lífsins lög“. Mussolini er ákaflega greindur maður, og þegar hann yfirvegaði málið gaumgæfilega og hlutlaust, sá hann vel, að Abessiníustyrjöld- in myndi verða hæði hættulegt og vandasamt fyrirtæki. Það var löngu orðið að trúaratriði, í stjórn- málum Evrópu, að Ítalía hlyti allt- af að verða háð Bretlandi, vegna þess hvað erfitt væri um varnir á hinni löngu strandlínu, en floti Breta allsráðandi á Miðjarðarhafi. Mussolini gerði þessa trúarsetn- ingu að engu. Þessa getur persónu- leikinn, eða máske mikilmennsku- æðið, stundum megnað í stjórn- málum þjóðanna. Mussolini lét lýs- ingar jarðfræðinganna á gróðrinum í Abessiníu e^kert á sig fá. Hann vissi að aðaluppskeran var þar — frægðarljóminn. 28 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.