Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 31
HVERS VEGNA valdi Musso- lini Abessiníu? Það var auðvitað aðeins vegna þess, að Ítalía varð seinni á sér að ná sér í nýlendur en hin landvinningaríkin og Abes- sinía var eini skikinn sem eftir var. Hvers vegna hafði Abessinía kom- izt hjá áleitni Breta og Frakka? Vegna þess að þar er kostnaðar- samt fyrir Evrópumenn að nema land, gæði landsins vafasöm, og síðast en ekki sízt, erfitt að yfir- stíga herskáa frumbyggja og leggja undir s'ig landið. Og menn mega ekki láta sér til hugar koma, að Abessiníumenn séu háttprúð góð- menni. Ef ítalir hugsuðu sér að nota Etiopíu sem uppsprettu hráefna, þá mundu þeir fljótt verða þess áskynja hvað landið er ógjöfult í þessum efnum. Arum saman hafa hvítir menn verið að snatta í Etiopíu og lagt sig fram um að fá fjáraflamenn Ev-rópu til að leggja fram fé til vinnslu á auðlindum þeim, sem þeir þykjast hafa fundið. En aldrei hefur fullur trúnaður ver- ið lagður á skýrslur þeirra (nema sögu Riekets um olíulindirnar). En þótt ekki þætti um auðugan garð að gresja í Abessiníu, þá reyndu auðvitað stórveldin að seil- ast þar til yfirráða þegar um 1890, og 1894 komu Bretar og ítalir upp „hagsmunasvæðum“ í Abessiníu. ítalska svæðið var ekki sérstaklega verðmikið. En á brezka svæðinu eru héruðin við Tsana- vatnið, en þaðan koma aðailindir Bláu Nílar, sem flæðir yfir Súdan og Egyptaland. Þótt fullveldi landsins væri viðurkennt af ítöl- um, var árið l906 gerður þrívelda- samningur og landinu skipt í svæði milli Frakka, Breta og Itala. Svona voru milliríkjasamningar landvinningaþjóðanna fyrir heims- styrjöldina. Abessiníumenn mót- mæltu, en enginn tók mark á því. í leynisamningnum, sem gerður var í London 1915, er ráð fyrir gert, að ef Bretar og Frakkar auki nýlendur sínar í Afríku, á kostnað Þýzkalands, eru þessi tvö ríki sam- mála um að ítalir eigi kröfu til einhverra sambærilegra bóta, eink- um að því er snertir ákvarðanir í hennar þágu á málefnum, sem varða landamæri ítölsku nýlendn- anna í Eritreu, Somalilandi og Lybíu“. Abessinía gekk í Þjóðabandalag- ið og hafði Frakkland og Ítalíu sem skírnarvotta. ítalir voru sér- staklega ákafir að troða Abessiníu- mönnum inn i Þjóðabandalagið, af því að þá grunaði, að Bretar ætl- uðu að beita yfirgangi í Abessiníu og vildu koma í veg fyrir að það tækist. Þarna skjátlaðist Musso- lini herfilega. Öllum sem reyna að snúa á Breta hefnist fyrir það — þótt seinna verði. Ef Abessinía hefði ekki verið í Þjóðaban.dalag- inu, þá hefði Bretum aldrei tékizt HEIMILISRITIB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.