Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 31
HVERS VEGNA valdi Musso-
lini Abessiníu? Það var auðvitað
aðeins vegna þess, að Ítalía varð
seinni á sér að ná sér í nýlendur
en hin landvinningaríkin og Abes-
sinía var eini skikinn sem eftir var.
Hvers vegna hafði Abessinía kom-
izt hjá áleitni Breta og Frakka?
Vegna þess að þar er kostnaðar-
samt fyrir Evrópumenn að nema
land, gæði landsins vafasöm, og
síðast en ekki sízt, erfitt að yfir-
stíga herskáa frumbyggja og leggja
undir s'ig landið. Og menn mega
ekki láta sér til hugar koma, að
Abessiníumenn séu háttprúð góð-
menni.
Ef ítalir hugsuðu sér að nota
Etiopíu sem uppsprettu hráefna,
þá mundu þeir fljótt verða þess
áskynja hvað landið er ógjöfult í
þessum efnum. Arum saman hafa
hvítir menn verið að snatta í
Etiopíu og lagt sig fram um að fá
fjáraflamenn Ev-rópu til að leggja
fram fé til vinnslu á auðlindum
þeim, sem þeir þykjast hafa fundið.
En aldrei hefur fullur trúnaður ver-
ið lagður á skýrslur þeirra (nema
sögu Riekets um olíulindirnar).
En þótt ekki þætti um auðugan
garð að gresja í Abessiníu, þá
reyndu auðvitað stórveldin að seil-
ast þar til yfirráða þegar um
1890, og 1894 komu Bretar og
ítalir upp „hagsmunasvæðum“ í
Abessiníu. ítalska svæðið var ekki
sérstaklega verðmikið. En á brezka
svæðinu eru héruðin við Tsana-
vatnið, en þaðan koma aðailindir
Bláu Nílar, sem flæðir yfir Súdan
og Egyptaland. Þótt fullveldi
landsins væri viðurkennt af ítöl-
um, var árið l906 gerður þrívelda-
samningur og landinu skipt í svæði
milli Frakka, Breta og Itala.
Svona voru milliríkjasamningar
landvinningaþjóðanna fyrir heims-
styrjöldina. Abessiníumenn mót-
mæltu, en enginn tók mark á því.
í leynisamningnum, sem gerður
var í London 1915, er ráð fyrir
gert, að ef Bretar og Frakkar auki
nýlendur sínar í Afríku, á kostnað
Þýzkalands, eru þessi tvö ríki sam-
mála um að ítalir eigi kröfu til
einhverra sambærilegra bóta, eink-
um að því er snertir ákvarðanir í
hennar þágu á málefnum, sem
varða landamæri ítölsku nýlendn-
anna í Eritreu, Somalilandi og
Lybíu“.
Abessinía gekk í Þjóðabandalag-
ið og hafði Frakkland og Ítalíu
sem skírnarvotta. ítalir voru sér-
staklega ákafir að troða Abessiníu-
mönnum inn i Þjóðabandalagið, af
því að þá grunaði, að Bretar ætl-
uðu að beita yfirgangi í Abessiníu
og vildu koma í veg fyrir að það
tækist. Þarna skjátlaðist Musso-
lini herfilega. Öllum sem reyna að
snúa á Breta hefnist fyrir það —
þótt seinna verði. Ef Abessinía
hefði ekki verið í Þjóðaban.dalag-
inu, þá hefði Bretum aldrei tékizt
HEIMILISRITIB