Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 33
ÓFRÍÐ OG ÖRVINLUÐ.
Sp.: Kæra Eva mín. Eg leita þín í öng-
um mínum, eins og svo margir aðrir. Þatm-
ig er mál með vexti, að ég er ólagleg og
það vill enginn strákur líta.við mér. Eins
og þú skilur fellur mér þetta þungt, en fæ
ekkert að gert. Nú veit ég samt, að marg-
ar, ef ekki flestar, ófríðar stúlkur giftast,
en þó liggur mér við að örvænta. Skyldi
mig ekki skorta eitthvað meira en fríð-
leikann, til að Iaða karlmenn að mér?
Geturðu gefið mér nokkur heilræði?
Hornreka.
Sv.: Það er fjarri lagi, ef þú heldur að
fríðleikinn sé fyrsta skilyrðið til þess að
krækja sér í karlmann. Þú skalt bægja frá
þér af alefli þeirri vanmáttarkennd, sem
mér virðist þú liafa í sambandi við útlit
þitt.
Þjálfaðu líkama þinn, vertu helzt sem
fullkomnust I einhverri útiíþrótt. Vendu
þig á hressilegt og jafnframt tigulegt lát-
bragð. Það er mikið atriði að þú berir
þig vel og hafir hraustan og magnþrung-
inri líkajna, meira atriði en smekkvísi I
klæðaburði, þótt bezt sé að það fari saman.
Þó að andlitsdrættir þínir séu ef til vill
ekki fullkomnir, þá geturðu lagt rækt við
að fegra þá með fegrunarlyfjum, vanda
hárgreiðsluna vel og snyrta hendur þínar
af kostgæfni. Láttu þér ekki sjást yfir
neitt smáatriði frá hvirfli til ilja, allt á
að vera hreint, smekklegt og fagurt.
Gættu þess vel, þegar þú velur þér fatn-
að. að liturinn sé í góðu samræmi inn-
byrðis og einnig við litarhátt þinn. Ef þú
ert hörundsdökk og svarthærð þarftu að
velja þér aðra liti en stúlka sem er hör-
undsbjört og dökkhærð eða þá ljóshærð.
Og svo máttu ekki gleyma því að vera
léttlynd og bjartsýn, vekja birtu og fögn-
uð í kringum þig. Reyndu að gleyma sjálfri
þér, þegar þú ert innan um aðra, og þá
mun allt lagast.
HVAÐ Á ÉG AÐ SEGJA?
Sp.: 1. Einnst þér ekki óviðkunnanlegt,
þegar leigubílstjóri fer að halda upp sam-
tali við þig? Ilvernig á maður að gera
lionum I skyn, að maður kæri sig ekki um
að tala við hann, nema það sem nauðsyn
krefur?
2. Hvað á ég að segja, þegar einhver
er kynntur mér?
3. Ég er 18 ára og 167 sm. há. Hvað
á ég að vera þung? Anna.
Sv.: 1. Það getur oft verið gagníegt og
skemmtilegt að spjalla við leigubílstjóra,
þegar maður þarf að fá upplýsingar um
eitthvað. En ef hann ætlar að fara að
segja álit sitt á pólitíkinni, veðurlaginu
eða kvenfólkinu þá geturðu áður en lengra
er farið sagt eitthvað I þá átt, að þú sért
fegin því að fá tækifæri til að hvíla þig
svolitla stund — þú hafir verið á þönum
í allan dag. Hann er viss með að skilja
bendinguna og beina öllum áhuganum að
akstrinum.
2. Segðu bara: „Sælir“, eða: „Sælar", eftir
því sem við á, og ekkert annað. Það þykir
ekki eiga við að segja: „Það er gaman að
kynnast yður“ eða eitthvað þess háttar.
3. Þú átt að vera ca. 62 kg.
Eva Adams.
HEIMILISRITIÐ
31