Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 40
og kyssa hana rembingskossa á
báðar kinnar, einsog franskur hers-
höfðingi, sem úthlutar heiðm-s-
merkjum. Svo mundi hún hita te
og þau mundu setjast hjá aminum
og tala saman.
En Ben var hér ekki. Hún leit
á klukkuna og sá að hún var næst-
um tíu. Ef til vill ætlaði hann ekki
að koma heim í kvöld þar eð liann
vissi ekki um komu hennar. Það
hafði oft komið fyrir, að hann gisti
í borginni næturlangt af því störf
hans töfðu hann frá að ná síðustu
kvöldlestinni. Ef hann kæmi ekki
fljótlega, mundi hann alls ekki
komast heim.
Hún var ekki ánægð með þá til-
liugsun. Hún heyrði þytinn í trjá-
toppunum og ýlfrið í storminum
umhverfis litla húsið. Næstu ná-
grannar voru meira en mílu í burtu
og hún fann sárt til einstæðings-
skapar síns þetta óhugnanlega ó-
veðurskvöld.
Hún var þrjátíu og fimm ára og
hafði verið gift í fimmtán mánuði.
Henni fannst ennþá það vera lík-
ast ævintýri, að hún skyldi yfir-
leitt hafa gifzt.
Hún fór að ganga um húsið og
kveikja Ijósin. Ben hafði skilið við
allt í röð og reglu, enda var liann
snyrtimenni. Brátt veitti hún því
eftirtekt, að það var mjög kalt í
húsinu svo hún fór inn í setustof-
una til þess að kveikja upp í arnin-
um.
Þegar farið var að loga, gekk
hún fram í eldhúsið, til þess að
hita te. Hún var undarlega eirðar-
laus og gat ekki verið kyrr, en þó
var gott að vera komin heim. Hún
gekk aftur inn í setustofuna, sem
var einkar hlýleg og viðkunnanleg,
þótt hún væri lítil. En jurtirnar í
glugganum voru dánar; Ben hafði
gleymt að vökva þær, þrátt fyrir á-
minningar hennar, og nú héngu
þær visnar og máttlausar í þurrum
jurtapottunum. Þessi sýn jók dap-
urleikann, sem var í þann veginn
að eyðileggja gleðina af heimkom-
unni.
Hún fór fram í eldhúsið og sótti
te í bolla og setti hann á lítið kringl-
ótt borð, sem stóð hjá stóra hæg-
indastólnum er Ben var vanur að
sitja í. Eldurinn logaði glatt, en
henni var kalt. Hún skalf og fór
í gamlan jakka af Ben, áður en
hún settist niður.
Stormurinn buldi á hurðinni og
rúðunum og regnið heyrðist án af-
láts skella á þakinu. Hún hlustaði
og þráðj komu Bens innilega. Aldr-
ei hafði hún verið svona einmana.
Hann hafði verið svo góður, þegar
hún vakti máls á þessari heim-
sókn til systur hennar, sem var
veik. Hann hafði fylgt henni á
járnbrautarstöðina með fullt fang-
ið af bókum og ávöxtum. Hún
vissi þó, að hann var ekki gefinn
fyrir að eyða peningum, hann var
aðsjáll í þeim sökum.
38
HEIMILISRITIB