Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 41

Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 41
EN HANN var göður eiginmaður. Hún andvarpaði ósjálfrátt og end- urtók það með sjálfri sér, meðan liún drakk teið. Hann var góður eiginmaður. Enda þótt hann væri tíu árum eldri en hún, ef til vill nokkuð ráðríkur og mislyndur, þá hafði hann þó veitt henni það, sem henni fannst sig hafa skort til. þessa; öryggi og eigið heimili. Hún kom auga á hvítt blað, sem stóð út undan bók á borðinu. Hún rétti út hendina, en það var eins og fingur hennar hikuðu við að snerta það. Samt tók hún það og sá, að það var, einsog hún hafði vitað ósjálfrátt, enn eitt af þess- um hvítu umslögum. Það var tómt, og éinsog venjulega, með vélritaðri utanáskrift: „Hr. Benjamin Willson, Wildwood, Fairport, Yorks. Póststimpillinn sýndi ’að það var frá London. Þau voru öll eins. Hún fann til ónota einsog æv- inlega þegar hún snerti þau. Aldrei hafði hún vitað hvað var í þess- um umslögum. En hún vissi hvaða áhrif þau höfðu á Ben. Þegar hann hafði tekið við slíku umslagi, — það kom eitt í hverjum mánuði — var hann ávallt öngur, jafnvel vondur. Og friðurinn var úti. Fyrst í stað hafði hún spurt hann, reynt að róa hann og hugga; en brátt sá hún, að það gerði hann ein- ungis reiðari, svo að hún hætti með öllu að minnast framar á þessi dularfullu bréf. Vikutíma eftir að bréfin komu, umgengust þau hvort annað einsog ókunnugt fólk, í þögn, hann önuglyndur, hún ofur- lítið hrædd. Þetta_ bréf hafði verið sett í póst fyrir þremur dögum. Ef Ben kæmi heim í kvöld mundi hann að likindum verða í- slæmu skapi, og ekki mundi óveðrið bæta það. En samt óskaði hún þess að hann kæmi. Hún reif umslagið í agnir og fleygði í eldinn. Stormurinn skók húsið svo að hrikti í og trjágrein lamdist í þakið Þegar hún rétti sig upp, kom hún auga á eitthvað sem hreyfðist fyrir utan gluggann. Hún stirðnaði upp, og náði varla andanum, er hún stóð hálfbogin yfir eldinum. Bakvið regnblauta rúðuna hafði hún séð — hún var ekki í neinum vafa — mannsand- lit. Það voru augu, augu, sem störðu á hana. Hún stóð lengi einsog negld niður og leit ekki af glugganum, en nú var þar ekkert að sjá nema regnið, sem streymdi niður rúð- urnar; og svart myrkrið á bakvið. Ekkert heyrðist nema skrjáfið í trjánum og gnauðið í stormi og regni. • Hún herti loks upp hugann, slökkti Ijósið, gekk að glugganum og horfði út. Myrkrið var einsog HEIMILISRITIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.