Heimilisritið - 01.01.1947, Page 42

Heimilisritið - 01.01.1947, Page 42
svartur veggur og henni fannst stórmurinn ýlfra einsog grimmir úlfar umhverfis húsið. Hún flýtti sér að kveikja aftur. Hún hlaut að hafa ímyndað sér þessi starandi augu. Enginn gæti verið úti í slíku veðri. Enginn. Samt var hún hræðilega skelkuð. Bara að Ben kæmi heim! Bara að hún vœrí ehki svona einmana! Það fór hrollur um liana. Hún vafði jakkanum fastar að sér og á- vítaði sjálfa sig fyrir vesalmennsku. En þrátt fyrir allt fannst henni ein- veran óbærileg. Hún lagði við hlustirnar, til að heyra fótatak úti fyrir glugganum. Hún varð sann- færð um, að hún heyrði það, þungt og hægt. EF TIL VILL gæti hún talað við Ben í gistihúsinu, þar sem hann dvaldi stundum. Hún kærði sig ekki lengur um að koma hon- um á óvart. Hún gekk að síman- um og lyfti heyrnartólinu. Steinhljóð. Auðvitað var vírinn slitinn. Hún reyndi að láta ekki hug- fallast. Andlitið á glugganum hafði verið missýning, duttlungafullt endúrkast ljóssins á votri rúðunni; og fótatakið var ímyndun líka. Fótatak mundi ekki hafa heyrzt fyrir hávaðanum í storminum. Enginn mundi vera úti í kvöld. Ekkert að óttast í raun og veru. Á morgun yrði komið sólskin. Hún skyldi láta fara vel um sig og lesa í bók, henni mundi ekki þýða að reyna að sofna. Hún varð að sækja brenni í arininn. Hún hikaði efst í kjallara- stiganum. Ljósið var dauft þarna niðri, steinveggurinn rakur og ó- hugnanlegur og kaldur súgur lék um fætur hennar. Regnið streymdi inn um útidyr kjallarans, því þær stóðu opnar. Hurðin var dálítið kviklæst og hrökk stundum upp, þegar hvasst var af þessari átt; henni var vel kunnugt um það. En samt jók þetta ótta hennar. Það var eins og þetta benti til þess, að eitthvað áþreifanlegra en stormurinn væri þarna á ferli. Hún þurfti að taka á öllu sínu hugrekki, til þess að ganga niður stigann og loka hurð- inni. Hún sá ekkert úti nema svarta myrkur og dökkar skuggamyndir trjánna við húshliðina. Hún setti járnslána fyrir dyrnar, eins dyggi- lega og henni var unnt, og fullviss- aði sig um að þær mundu ekki opnast. Það. létti af henni þungu fargi að finna sig örugga fyrir árás úr þessari átt, en ekki nema and- artak. Hræðilegri hugsun skaut von bráðar upp í huga hennar, svo að hún riðaði á fótunum. Ef — ef andlitið á glugganum hefði veríð raunvervlegt, þrátt fyrír alltl Ef sá hinn sami hefði nú fundið eina húsaskjólið, sem til var á 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.