Heimilisritið - 01.01.1947, Page 43

Heimilisritið - 01.01.1947, Page 43
þessum slóðum — í þessum kjall- ara. Hún næstum flaug upp stigann, en svo áttaði hún sig. Hún varð að hafa stjórn á sér, og mátti ekki láta ímyndunina hlaupa með sig í gönur. En hún gat ekki bælt niður þessa ástæðulausu hræðslu, sem gagntók hana; aftur fór hún að heyra fótatak úti. Og þótt hún vissi, að það hlaut að vera hugar- burður, var það hræðilega raun- verulegt — hægt, þungt og stöð- ugt fótatak, eins og varðmaður gengi fram og aftur á malarstígn- um. Hún þyrfti ekki nema eitt fang af brenni til næturinnar. Hún varð að bæla niður óttánn. Það var saggi og myglulykt í kjallaranum, kóngulóarvefir í liorn- um. Ljósið var dauft, viðurinn var úti í einu horninu, fjærst ljósinu. Hún stanzaði og litaðist um. Eng- inn gat falist þarna, kjallarinn var mannlaus. Hún flýtti sér að viðar- stafknum. En þá var eitthvað, sem kom henni til að nema staðar og líta um öxl, áður en hún beygði sig niður að viðarbútunum. Hvað var það? Ekki hljóð. Eitthvað, sem hún sá um leið og hún flýtti sér inn eftir gólfinu. Eitthvað kynlegt. x Hún horfði í kringum sig. Það var ljósneisti, sem hún hafði séð, þar sem enginn slíkur glampi átti að vera. Óskiljanleg skelfing nísti hjarta hennar. Augun þöndust út einsog í hræddu dýri. Gamla kistan henn- ar út við gluggann var opin; aðeins rifa að vísu, og út um þessa rifu lýsti þessi litli neisti gegnum rökkr- ið í kjallaranum. Hún gekk þangað einsog dáleidd. Þetta var bara enn eitt lítilfjör- legt atvik, einsog umslagið, and- litið á glugganum. og opna hurðin. Engin ástæða til að skelfast. En samt var hún sannfærð um, að hún hafði lokað kistunni vand- lega; hún geymdi þar gömul föt, vafin innan í pappír og gætti þess að loka henni vel svo mölurinn kæmist ekki í þau. Nú var þarna þumlungs rifa og Ijósneistinn sást vel. Hún lyfti upp lokinu. Eitt langt andartak stóð hún og horfði niður í kistuna, meðan sér- hvert smáatriði innhalds hennar festi sig í vitund hennar, einsog ljósmynd á plötu. Það var allt svo nákvæmt og .skírt, að hún gleymdi því aldrei. Hún hefði ekki getað hreyft nokkura vöðva á þessu augnabliki. Skelfingin umvafði hana einsog svartur hjúpur, stöðvaði andar- dráttinn og lamaði allar taugar í líkama hennar. Svo slengdi hún aftur lok- inu og æddi upp stigann einsog vitstola manneskja. Hún tók and- köf með ekkasogum. Hún skellti HEIMHISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.