Heimilisritið - 01.01.1947, Side 45

Heimilisritið - 01.01.1947, Side 45
eigin heimsókn til systur hennar, og það, að Ben hafði verið svo fús til að leyfa henni að fara, mundu þeir taka þetta allt sem sönnun þess, að hann lifði tvíþættu lífi? Mundú þeir lialda því fram, að konan hefði verið gömul vinkona hans, sem hefði hundelt hann með bréfum, þangað til hann hefði drepið hana í örvæotingu sinni. Hún vissi, að þetta var ótrúlegt, en lögreglan gat látið sér detta þetta í hug. Nú varð hún gripin nýrri skelf- ingu. Það varð að taka líkið úr kjallaranum. Það varð að fela það. Lögreglan mátti ekki setja það í samband við þetta hús. En hún mundi aldrei geta borið látnu konuna burt. Bara að Ben kæmi heim! Hann gæti tekið líkið og falið það. Jafnvel þó að hún sjálf hefði haft jkrafta til að koma líkinu burt, mundi hún aldrei hafa árætt það, vegna mannsins, sem læddist umhverfis húsið — hvort sem hann var ímyndaður eða raunverulegur. Ef til vill var það engin tilviljun að kjallaradyrnar voru opnar. Eða hafði morðinginn séð það og notað tækifærið til þess að koma glæpnum af sér yfir á saklaust fólk? Hún kúrði þama í stólnum, hjálparvana eins og í gildru. Enn ein stormkviða skók húsið, hún heyrði tré falla úti fyrir og brot- hljóð í gleri. Hún stirðnaði. Var þetta ræn- ingi að brjótast inn? Hún neyddi sjálfa sig til að standa upp og líta eftir gluggunum. Þeir voru allir heilir. Hún dró tjöldin fyrir, eins vel og unnt var. En enginn máttur hefði getað komið henni til að fara niður í kjallarann og líta eftir hvort þar hefði nokkuð skeð. Það færðist yfir hana-sljóleiki eins og hún hefði ekki lengur mátt í sér til að hræðast. Klukkan var hálf eitt. Hún kúrði þarna í hálfgerðu móki í stólnum enn einn klukku- tíma.' Þá dró niður í storminum um stund, og hún heyrði greini- lega fótatak úti á stígnum. Lvkli var snúið í skránni og Ben kom inn. Hann var rennvotur, óhreinn og fölur af þreytu. En það var Ben. Þegar hún gerði sér það ljóst, kast- aði hún sér í fang hans og stam- að upp sundurlausum, óskiljan- legum orðum, um það sem fyrir hana hafði komið. Hann kyssti hana á kinnina. „Svona, svona, góða mín. Þú verð- ur vöt. Ég er blautur inn að skinni, ég varð að ganga frá vegamótun- um. Það er indælt að vera kom- inn heim“. Hún reyndi aftur að taka til máls, en hann greip fram í. „Bíddu, góða mín. Ég sé að eitthvað er að þér. Bíddu rétt á meðan ég hef fataskipti, svo skulum við at- HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.