Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 55

Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 55
mitt gólf, án þess að verða nokk- urs var. En þá var eins og hann hefði verið stunginn með hníf. Hann rak upp hræðilegt óp og ætlaði að hlaupa í dauðans ofboði út, en hurðin var þá harðlæst og stúlkan horfði á hann hlæjandi út undir eyru. „Fáðu mér fljótt lykilinn, bullan þin“, kallaði Kalli. „Þú hefur leik- ið á mig“. „Nei, þú færð hann aldrei“, sagði stúlkan og hló dátt. „Sýndu nú, hvað þú getur!“ „Já, gerðu það“, svaraði Óli og bretti upp ermarnar, „því nú stöndum við jafnt að vígi“. Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar hann þreif í hálsmálið á Kalla og lamdi hann svo duglega, að hann bólgnaði allur og blánaði í framan og 'datt loks máttlaus niður á gólfið. Að því búnu dró Óli hann eftir gólfinu, niður alla stigana og út á götu. Þar stillti hann honum upp við Ijósastaurinn. „Ég vona svo, að þig dreymi vel og lengi“, sagði Óli og skellti aftur útidyrahurðinni. Það var komið sunnudagskvöld, og þeir Gústi og Gvendur sátu daufir í bragði yfir Kalla, sem lá marinn og blár 'í rúminu eftir heimfylgdina frægu, og reyndu að hjúkra honum eftir föngum. „Ég frétti það, þegar þú varst nýfarinn af ballinu í nótt“, sagði Gústi, „að stelpan, sem þú fylgdir heim, væri tilvonandi mágkonan hans Óla“. ENDIR Sjálfstætt fólk Ameríska tímaritið „Ladies Home Journal" segir nýléga frá nokkrum góð- um bókum, sem komið liafa á markaðinn 1 Ameríku að undanförnu. Meðal annars fer blaðið vinsamlegum orðum um bókina „Sjálfstætt fólk“, eftir Halldór Kiljan Laxness. Ummæli blaðsins eru m. a. á þessa leið: .... Bókin er hérumbil eins góð og „Kristín Lavransdóttir“, og betri en hið sígilda verk Knut Hamsuns „Gróður jarðar"..A Islandi (landi, sem hefur um 125,000 íbúa) er litið á rithöfunda sem hetjur og njóta þeir styrks frá ríkinu. Halldór Laxness, einn þekktasti rithöfundur íslendinga, er töluverður lieimsborgari. Hann er 44 ára gamall, og hefur búið í Hollywood, á Spáni, í London og verið í klaustri í Luxemburg. Samt er hann nú seztur að í heimalandi sínu og býr á búi sínu í sveit að sumarlagi, en er á vetrum í höfuðborginni Reykjavík. Við fréttum af honum, þar sem hann situr makindalega úti í garði og reykir pípu sína, á mecfan landar hans ganga fram hjá og líta til hann með lotningu í svip. HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.