Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 63
r
Aðdáun
Sögukorn eftir Kristínu S. Njarðvík-y
HANN LÁ í heitum sandinum
og horfði á hana aðdáunaraugum.
Hann hafði aldrei veitt því eftir-
tekt fyrr, hve hún hafði litla og
snotra fætur.--------Nú stanzaði
hún. Á hvað skyldi hún vera að
horfa? Gaman væri að vita það.
Það var merkilegt, að hvorki
hann né félagar hans hö'fðu veitt
henni athygli fyrr. Eins og hún var
þó búin að vera þarna lengi.
Hann sneri sér á hina hliðina og
var að hugsa um að fara út í vatn-
ið. Það var freistandi að sjá bár-
urnar skvettast upp að steinunum.
. Jú! — — Hann ætlaði að fara
að synda einu sinni yfrum. Nei —
—■ Ósjálfrátt varð honum litið á
hana aftur. Hvernig stóð á því, að
hann gat ekki haft augun af henni?
Nú færði hún sig nær honum.
Skyldi hún hafa tekið eftir því, að
hann var að horfa á hana?
Kannski. Hvað mundi hún nú
hugsa um hann? Eða hugsaði hún
yfirleitt nokkuð um hann?
Um hvað skyldi hún vera að
hugsa? Var hún að hugsa um góða
veðrið? Eða var hún að hugsa um,
hvað það væri nú annars fyrirlitleg
<
HEIMILISRITIÐ
sjón að sjá þrjá fullorðna karlmenn
liggja þarna í sandinum og sleikja
sólskinið, meðan flestir ungir menn
á þeirra aldri væru við vjnnu sína?
Nei----------Hún hugsaði áreið-
anlega ekkért þessu líkt, og
kannski hugsaði hún alls ekki neitt'
núna. Ef hann væri ekki að horfa
á hana þessa stundina, þá myndi
hann áreiðanlega liggja og glápa
út í loftið, án þess að hugsa nokk-
uð.
En hvað það hlyti að vera gam-
an, að snerta hana. Bara að koma
við hana rétt sem snöggvast.
Hann vaknaði upp úr þessum
hugleiðingum sínum við að heyra
Pétur segja í þróttmikilli rödd:
„Mér finnst nú nógu ræfilslegt af
okkur að liggja hér í leti, þó þú
eyðir ekki öllum morgninum í að
glápa á skordýr“.
— — — Litla, svarta paddan
skreið áfram eftir sandinum, án
þess að hafa hina minstu hugmynd
um þá athygli, er henni hafði verið
veitt.
E N D I R
61