Heimilisritið - 01.02.1948, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.02.1948, Blaðsíða 61
klukkan níu í morgun og ætluðu að vera í burtu til kvölds. Mað- ur, sem lieitir Baston og leigir út báta, kom og sótti þau. Ég tel að þau komi ekki til greina, þótt sjálfsagt sé að athuga það nánar“. „Eg er á sama máli‘“ sagði Weston og sneri sér svo að Poi- rot. „Getið þér gefið okkur nokkrar upplýsingar um hina gestina, sem til greina koma?“ „Það get ég vel, svona laus- lega“, svaraði Poirot „Garden- ershjónin eru miðaldra fólk, við- kunnanleg; þau ferðast mikið. Ivonan sér um viðræðurnar, maðurinn er auðsveipur, fæst \ ið goll' og tennis, og er, út af fvrir sig, ekki laus við kímnigáfu“. „Allt í lagi“. „Þá eru það Redfernshjónin. Redfern er ungur, gerir lukku hjá kvenþjóðinni, góður sund- maður, leikinn í tennis og dansar ágætlega. Eg hef áður minnst á konuna lians. Hún er rólynd, ekki ólagleg. Eg lield að hún beri mikla ást til mannsins. Henni er gefið vit, en það held ég að Ar- lena Marshall hafi að.miklu leyti verið laus t-ið“. „Hvaða gagn er í viti, þegar maðurinn er blindaður“, sagði Colgate og dæsti. „Lítið, býst ég við; en þó hugsa ég, að Patrick Redfern elski konuna sína, þrátt fyrir það að hann hafi verið blindað- ur af töfrum frú Marshalls'". „Kann að vera; það er þá ekki í fyrsta sinn að maður verður var við slílct“. Poirot hélt áfram: „Barry majór er fyrrverandi herforingi í ind\erska hemum; ekki ónæmur fyrir kvenlegri feg- urð; segir langar og leiðinlegar sögur“. Colgate andvarpaði. „Það er nóg um hann; ætli maður kann- ist ekki við slíka legáta“. „Horace Blatt. Hann lítur út fyrir að vera sterkefnaður. Hann talar mikið — einkum um sjálf- an sig. Hann vill gera sér dælt. við alla. Það er raunalegt; fólki er yfirleitt lítið um hann gefið. Hann lagði annars margskon- ar spurningar fyrir mig í gær- kvöld. Hann var órólegur; það er eitthvað atlnigavert við hann“. Poirot þagði litla stund og hélt síðan áfram: „Þá komum við að Rosamund Darnley. Verzlun hennar heitir Rose Mond Itd. Þekkt tízku- fataverzlun. Hvað á að segja um hana? Hún er skynsöm og býður af sér góðan þokka. —■ Og hún er vinkona ðíarshalls, frá fyrri tíð“. „Svo lnin er það — já ein- mitt?“ sagði Weston. „•Já. Þau höfðu ekki sézt í nokkúr ár“. HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.