Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.06.1948, Blaðsíða 48
t>egar við komum til London snaraði Kellcr sér niður á Strand. Ekki veit ég gjörla, hvers hann varð þar vísari, en hann virtist hafa labbað inn á ritstjórnar- skrifstofur einhvers kvöldblaðs, (ég hafði sagt honum, að helzt væri að hitta ritstjóra þeirra blaða stundarfjórðungi fyrir tólf á hádegi), og þar hefur hann víst verið svo óforsjáll að nefna mig sem vitni að því, að frásögn hans væri dagsönn. „Það lá við sjálft, að þeir rækju mig á dyr“, sagði hann ævareiður, er við hittust við há- degisverð. „Um leið og ég nefndi yður á nafn sagði sá gamli satan, að hann bæði að heilsa yður, en óskaði hins vegar að fá að vera óáreittur af fyndni yðar, og ef þér kynnuð að hafa eitt- hvað frambærilega að sýna hon- um, þá skylduð þér koma með það sjálfur. Annars væri sér miklu Ijúfara að horfa á yður hengdar, en að víðfrægja lyga- sögur eftir yður. Leyfist mér að spyrja, hvernig er sannleikurinn túlkaður í þessu landi?“ „Sannleikurinn er virtur og í hávegum hafður. En þér rennið blint í sjóinn um skoðanir okkar á sannleikanum. Ilvers vegna eru þér að kljást við ensku blöð- in? Hví símið þér ekki til New York? Þar gleypir fólk við öllu“. „Skiljið þér ekki.að það er ein- mitt ástæðan fyrir því, að ég geri það ekki?“ svaraði Keller. „Jú, reyndar skildi ég yður svo fyrir löngu. Þér eruð þá hættur við að senda síraskeytið“. „Nei, alls ekki!“ anzaði hann, og bar ótt á, eins og sá gerir, sem ekki veit, hvað hann vill. Seinni hluta þessa dags gekk ég með Keller fram og aítur um London, um götur, steinlagðar eins og ævarandi hraunbreiða, yfir brýr, er virtust hafa verið höggnar úr eilífðargrjóti, um stíga og húsasund, barmafull af rusli og skít, fram hjá húsum, sem aldrei voru lagfræð, niður tröppurnar við Thainesána, sem virtust hafa verið höggnar í sjálfa árbakkana. Við flýðum biksvarta þokuna inn í West- minster-kirkjuna, og meðan við stóðum þar við fannst mér ég heyra vængjablak horfinna kyn- slóða leika um höfuðið á Litch- field A. Keller, blaðamanni frá Dayton, Óhíó, Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem hugðist ganga fram af Englendingum. Hann geispaði letilega um leið og við gengum út í þokuna og umferðaskarkalann. „Eigum við svo ekki að ganga við á símstöðinni?“ spurði ég. „Heyrið þér ekki „World“ í New York hrópa og biðja um upplýs- ingar viðvíkjandi hinni miklu sjóslöngu: blind, skyrhvít, með 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.