Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 11

Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 11
þreytt, en úr þeim brutust tvö skær tár. 3. í LÁGUM kjallara, á bak \áð blámálaða hurð, sat gömul kona á rúmstokknum sínum og hélt. saman höndunum. Tnn um gluggann hennar lagði birtu frá götu'ljósi. Gamla konan var í þann veginn að g.anga til hvíln. En áður skyldi lnin lesa bænirn- ar sínar, og það gerði hún. „--------að þú verndir hana Mildiríði litlu gegn öllu illu . . . Almáttugur guð minn, leiddu hana og styrktu. Haltu henni frá vonaum solli og illri breytni. Láttu almáttuga verndarhendi þína hvíla yfir henni, hvar sem hún fer og aðhefst. Þess bið’ ég þig í Jesú nafni. — Faðir vor, þú sem ert á himnum .. .“ Svo gekk gamla konan til hvílu, eftir að hafa signt bláu hurðina og sjálfa sig mátulega oft. 4. DAGINN eftir var rok. Garnla konan, sem borðaði venjulega hjá svninum í húsinu fyrir handan, treysti sér ekki í mat. Umferðin um götuna var líka fram úr hófi í dag, fannst henni. Upp úr hádeginu, þegar auðsýnt var, að kerlingin ætlaði ekki að lialtrast út til að éta, sá tengdadóttirin það ráð vænst að senda vinnustúlkuna yfir um með matinn. Vinnustúlkan var úr sveit gömlu konunnar og þekkti hana lítið eitt. Hún settist niður með- an gamalmennið borðaði af diskunum og beið eftir því að geta tekið þá með sér. „Er nokkuð að frétta frá um- heiminum, lambið mitt?“ spurði garnla konan. „Ekkert svosem, Stefanía mín“, svaraði stúlkan. „Þó var svoldið í blaðinu í morgun, sem ég get sagt þér“. „Og hvað var nú það, heillin?“ ,,Það var verið að sýna manni banatilræði“. „Banatilræði?! — Guð hjálpi mér! Var nú einhver hermaður- inn með vopn?“ „Ónei. Ekki var það nú svo. Það var ung stúlka um tvítugt., sem gerði þetta“. „Um tvítugt — stúlka? Al- máttugur minn, — kvenfólkið nú á tímum .. . Hver var hún?“ „Það var ekki nefnt. Hún ætlaði að skjóta voða fínan heldrimann með byssu, en hann kom sér undan inn í hliðarher- bergi“. „Inn í herbergi? Hvað seg- irðu? Var þetta inni í húsi?“ „Já, — á bílstöð“. Gamla konan hætti að borða. Hún hristi höfuðið mæðulega og HEIMILISRITIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.