Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 28
sem i'yrst, og horfði beint. fram- an í liana. „Af manni með annan hand- legginn —“ byrjaði Marcy, en ég greip fram í. „Af manni með annán hand- legginn að vera, er ég sæmilegur eiginmaður“,‘ sagði ég hvat- skeytlega. „Er það svo? En sam- anborið v'ið mann með báða hapdlegginn . . . Jæja, það er sitt hvað. Var það þetta, sem þú átt- ir við?“ Marcy horfði lengi á mig, áð- ur en hún svaraði, og hún hló áreiðanlega óstjórnlega með sjálfri sér. „Nei, Phil“, sagði hún loks, „það ætlaði ég ekki að segja. Eg ætlaði að segja, að af manni með annan handlegginn að vera, leikur Elliot Cranfield golf ágætlega, finnst þér það ekki líka?“ Eg glápti á hana, og mér fannst ég vera í þann veginn að detta. Marcy brosti ofurlitið. Eg leit á hana með þungum svip. „Eg trúi þessu ekki“, sagði ég. . „Það er satt elskan.mín. Vertu ekki reiður \ið mig. Elliot missti handlegginn á sama hátt og þú, í stríði þegar hann var aðeins- átján ára. Það eru meira en tutt- ugu og fimm ár síðan. Það er langur tími að ganga með það, sem þú kallar einskonar aktýgi. En þó hefur honum tekizt að verða einn færasti maður, sem ég þekki“. Mig langaði til að trúa orðum hennar, en þegar ég minntist þess, hversu fimlega Cranfield sveiflaði kylfunni, og vellagaðra handanna í hönzkunum, virtust mér* þau ótrúleg; meira en það, þetta var ekki mögulegt. En Marcy getur sagt sannleikann með augnaráðinu einu saman. Eg hlaut að trúa henni er hún leit á mig, og óstjórnleg von vaknaði í brjósti mér, og ég sá Marcy svara henni með' augun- um. En það var fleira, sem ég varð að fá að vitá. „Marcy, ég trúi þér, og það er eins og að trúa á kraftaverk. En það er annað mikilvægara“. Marcy leit á mig og sýndi þess engin merki, að hún vissi hvað ég fór. „Þú og Cranfield“, sagði ég hikandi, „Þið . . . já, ég var lengi að heiman, og ég veit að margt getur breytzt, en við' verð- um að vita allt hvort um annað. Við —“, ég þagnaði, því Marcy tók bréf upp úr vasa sínum og rétti mér. „Eg vona að þú lesir þetta“, sagði hún, „Elliot bað mig að fá þér það“. Ég tók blaðið, það var skrifað með blýanti í flýti: Kæri Philip! Ég vona að' við höfum ekki 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.