Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 37
Georg Mennering talaði ekki um sjálfan sig. Hann sagði ekk- ert um líf'sitt, né hvers vegna hann hafði farið til Afríku. I honum börðust tvennar, eld- gamlar tilfinningar um völdin: löngun til hins illa og löngun til hins góða. Hún var óstjórnlega töfrandi; hann hafði aðeins þrjár vikur, unz liann yrði aftur að hverfa til einmanalegs lífs. Sú stað'reynd, að hún var eiginkona annars manns, myndi ekki hafa aftrað honum frá að njóta hennar. Siðgæðisgrundvöllur Georgs Mannerings náði frá himrium til helvítis með stóru at- hafnasvæði í nánd hins síðar- nefnda staðar. Og þó bjó hann yfir góðum eiginleikum, sem héldu aftur af honurn þetta kvöld. Hann var maður, sem laðaði að sér konur, það vissi hann allt of vel. Honum myndi veitast auðvelt að fá hana til hvers sem væri. Er þau stóðu þarna í tunglsskininu, virti hann fyrir sér barnslegt andlit henn- ar og drengjalegan vöxtinn í pá- fúglsbúningnum. Sá maður hlaut að vera ómenni, er gæti fengið sig til að koma tárum fram í þessi augu. Það var ástæða til þess, að þegar hún litlu síðar eggjaði hann takmarkalaust, stillti hann sig og leit hlægjandi í blá augu hennar. Þau dönsuðu síðasta dansinn. Favvcet \'ar hættur að spila bridge og stóð nú í dyrunum og beið eftir konu sinni. Georg Mannering þrýsti henni að sér. Hann reyndi að taka ekki eftir Htlu hendinni, sem þrýsti hönd hans, reyndi að anda ekki að sér ilminum úr hári hennar, sem öðru h\roru straukst um vanga hans. Hann reyndi að að hugsa ekki. Hann forðað- ist augu hennar, sem hann vdssi að hvíldu á andliti hans. Hún v’irtist skilja hugsanir hans. Hún þrýsti sér að honum, örúgg og auðsveip. En það’ eru takmörk fyrir því, hvað einn maður getur þolað. Þegar hann heyrði hana hvísla: „Ó, þér eruð sv’o góður“, og leit í stór, blá augun, þrýsti hann henni svo fast að sér, að hún greip andann á lofti. „Afsakið", sagði hann. Hljómsveitarmennimir hættu og fóru að ganga frá hljóðfærum sínum. Favvcet stóð í dyrunum með’ kápu konu sinnar. Þau spjölluðu saman þrjú í nokkrar mínútur, og svo bauð Mannering góða nótt. Georg Mannering sv’af óvært. T draumi sá hann bláu augun og fann ilminn úr hári hennar. Þeg- ar hann vaknaði um morguninn, velti hann því lengi fyrir sér, hvort hann ætti að hitta hana HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.