Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 39

Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 39
marga daga, og heilsaði henni einungis lauslega, þegar þau mættust. Hann gekk jafnvel svo langt að daðra við frú hershöfð- ingjans, yfirmanns síns í Alex- andríu, fríða, fullþroska konu með margra ára reynslu í aust- urlöndum, og hún kunni vel að meta viðleitni hans. Síðasta kvöldið í orlofinu sat Mannering úti í hótelgarðinum og reykti vindilinn sinn djúpt hugsandi. Þessar þrjár vikur höfðu ekki verið léttbærar, eng- an einasta dag hafði stúlkan vik- ið úr huga hans. Hann vissi, að hann var ástfanginn. En hann myndi gleyma henni er hann kæmi aftur til Súdan. „Hvers vegna eruð þér móðg- aður við mig?“ Hann spratt á fætur. Hún stóð' rétt aftan við stólinn hans. „Eg er ekki móðgaður“, sagði hann hlægjandL „Eg dansa ekki í kvöld; ég vissi ekki, að þér vor- uð hér“. „Eg hef verið hérna í allt kvöld; þér sáuð mig ekki, þegar þér komuð inn í danssalinn; og ekki sáuð þér mig heldur í sport- klúbbnum í fyrradag“. „Hvert í þreifandi! Eg hlýt að vera að verða nærsýnn“, svaraði hann. „Jæja, skemmtið þér yðúr vel?“ „Ekki mjög“. „Hvers vegna?“* „Það elskar mig enginn í kvöld“. „Þér eigið ekki skilið að vera elskuð“, sagði hann. „Það ætti að láta yður fara að hátta“. „Hvers vegna? Ég hef hagað mér vel í allan dag, ekki satt?“ „Spyrjið mig ekki, ég hef ekki fylgzt með yður“. „Nei, þér hafið blátt áfram verið hræðilegur; viljið þér ekki dansa við mig einn einasta dans?“ Georg Mannering svældi vind- ilinn. Sakleysi hennar var undra- vert. Þelckti hún karlmenn ekki neitt, úr því hún hegðaði sér svona? Eða kom hún ekki auga á hættuna? Ef til vill þelckti hún ekki afl straumsins, sem þá og þegar gat hrifið þau með sér. „Jú, við skulum dansa einn dans“, sagði hann rólega. „Ef til vill tvo“. Þau gengu inn í danssalinn. Mannering var undarlega létt um hjartað’. Þetta var síðasta kvöldið hans í Alexandríu; nokkrir dansar gátu ekki gert neitt til. Hann horfði í augu hennar, meðan þau dönsuðu, bláu augun voru heit og hamingjusöm, hún endurgalt sérhverja snertingu hans. „Hvers vegna hafið þér verið svona kuldalegur?“ spurði hún. „Ég hef.átt annríkt“. HEIMILISRITIÐ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.