Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 50
Ég sagði henni frá hinum blóð- ugu bardögum þínum í Þýzka- landi, og hvernig þú hefðir fund- izt særður og rændur af líkræn- ingjum í aleyðunni og verið fluttur sem stríðsfangi til Þýzka- lands“. Morrison hristi höfuðið. „Ég skil samt ekki, hvernig leikkonan sú arma getur haft á- huga á þessu. Saga mín er ekki merkilegri en hundruða annarra, sem voru í stríðinu, og hún þekk- ir mig alls ekki“. Félagi hans yppti öxlum. „Því get ég ekki svarað. Ég veit bara, að hún bað mig að' kynna sig fyrir þér, og þessvegna finnst mér þú ættir að koma með inn og heilsa upp á hana“. „Kemur ekki til mála“, mót- inælti Morrison samstundis. „Ég hef engan áhuga á þessari konu, að öðru leyti en því, að mér finnst hún dásamleg leikkona. Og auk þess er ég í hversdags- búningi“. „Það gerir ekkert til. Komdn inn“. Morrison var lítið eitt forvit- inn, svo hann hætti frekari mót- mælum og fylgdist með Ward inn í innri salinn. ÞAÐ VAR sem salurinn hringsnerist fyrir augum Mari- ons, þegar hún tók í hönd Morri- sons. Hann mætti augnaráði liennar rólega og kurteislega, og ekkert í hinu þreytulega andliti hans bar þess vott, að hann bæri kennsl á hana. Hún var orð- in náföl, og henni fannst hjart- að' hætta að slá. Hann vill þá ekki þekkja mig, hugsaði hún leifturhratt. Illar tungur hafa náð eyrum hans og gert hann mér fráhverfan. Hann fyrirlítur mig. Hún neyddi sig til að brosa og bauð honum sæti við hlið sér. Sir Richard fylgdi sérhverri hreyfingu hennar með eftirvænt- ingu, en þegar hann sá kuldaleg- an svipinn á andliti Morrisons, brosti hann eins og létt væri af honum fargi. „Vinur yðar og félagi í hern- um, Ward höfuðsmaður, hefur sagt mér, að þér hafið særzt í stríðinu“, byrjaði Marion sam- talið' við Morrison, „og að þér hafið legið veikur í sjúkrahúsi mánuðum saman“. „Já“, sagði Morrison þurrlega, „vinur minn hefur án efa reynt að gera mig að hetju í yðar aug- um, ungfrú Lester. En í raun og veru var þátttaka mín í stríðinu harla lítilvæg og á engan hátt at- hyglisverð“. „Ég held, að þér vanmetið sjálfan yður“, andmælti hún á- köf. „Ég hef talað við' fólk . . . hjúkrunarkonur, sem þekktu yð- ur og þær hafa sagt mér frá hug- 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.