Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.08.1948, Blaðsíða 60
gamla. Jæja, allt sem eftir er af þeim, eru um fimmtán þúsund- ir“. „Hvert í logandi. ...! Hvað er orðið um hitt?“ „Það er einmitt það undar- lega. Hún seldi, öðru hverju, ýmsar eignir og breytti þeim í reiðufé, eða verð'bréf. Hún hefur komið peningunum fyrir ein- hversstaðar, sem hún vildi ekki láta uppskátt. Mér virðist allt henda til þess að um fjárkúgun sé að ræða“. Lögreglustjórinn kinkaði kolli. „Það líkur þann út. Og söku- dólgurinn er hér í gistihúsinu. Það hlýtur að vera einn af þess- um þremur. Hafið þér fengið nokkrar frekari upplýsingar um þá?“ „Ekkert, sem verulega er hægt á að byggja. Barry majór lifir á eftirlaunum, og afrakstri nokk- urra hlutabréfa, en hann hefur lagt þó nokkuð af peningum inn í banka á síðastliðnu ári“. „Hvaða skýringu gefur hann á því?“ „Hann segist hafa unnið þá á veðreiðum. Það er víst rétt, að hann er viðstaddur allar helztu veðreiðar, og veðjar nokkru fé, en hann hefur ekkert reiknings- hald“. „Það verður erfitt að fást við' hann, en við skulum hafa hann í huga“. Colgate hélt áfram: „Þá er það séra Lane. Hann var prestur í Whiteridgesókn í Surrey, en sagði af sér fyrir rúmu ári, sökum heilsubrests. Hann var nokkurn tíma á geðveikra- hæli“. „Það eru talsverðar upplýsing- ar“, sagði Weston. „Já. Sjúkdómur hans lýsti sér aðallega í hræðslu við djöfulinn. Sérstaklega var það djöfullinn í kvenmannslíki. Konan skrýdd purpura og skarlati. — Babylons skækjan". „Ójá — maður kannast við að slíkt ástand hefur leitt til morðs“. „Já. Mér virðist ekki ósenni- legt, að hann hafi þótzt sjá myrkrahöfðingjann í líki Arlenu Stuart. Hvað viðvíkur efnahag hans, þá er ekki um mikil efni að ræða“. „Hvað er að segja um ferðalag hans, þarna um morguninn?" „Ég hef enga staðfestingu getr að fengið á því ennþá“. „Nú, en þriðji maðurinn?“ „Horace Blatt? Ég er alveg viss um að hann hefur ekki hreint mjöl í pokanum. Á und- anförnum árum hefur honum á- skotnast fé á einhvern hátt, sem ekki er enn hægt að gera sér grein fyrir. Þar gæti verið um fjárkúgun að ræða — eða smygl. Ég átti tal við Ridgeway, sem 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.