Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 32

Heimilisritið - 01.09.1948, Síða 32
Sigrún óð yfir smálæk, og máfar, sem voru á stjái í sand- inum, flugu upp með reiðilegu gargi, en hún lét sig það engu skipta og hélt áfram göngu sinni. Hún var komin töluvert út fyr- ir þorpið, þegar hún sá eitthvað liggja í sandinum fram undan sér. Hún hei-ti gönguna og þeg- ar hún kom nær sá hún, að það var maður, — dauður maður. Lík. Sem snöggvast kom henni til hugar að snúa við og fara til þorpsins og segja frá fundi sín- um, en hún hætti jafnskjótt við það og gekk alveg að líkinu. Andlitið snéri upp og augun voru opin og starandi. Annan handlegginn vantaði frá öxl. Þetta var ungur maður, og Sig- rún beygði sig niður að líkinu. Megnan þef lagði af því, en hún skeytti því engu. Henni fannst andlitið vera svo líkt .... já, — það var Albert. Albert. Hann var þá kominn, dáinn, — sjórekinn, með brostin augu og rotnaðan líkama, limlestan. Þef- urinn af líkinu var svo megn, að hún varð að færa sig fjær því. Albert, tautaði hún hálfhátt. Þú ert þá dáinn .... og barnið okkar orðið föðurlaust áður en það fæðist .... Og hún gekk til þorpsins og sagði frá fundi sínum. Nú fengu kerlingarnar í þorp- inu eitthvað til þess að tala um. — Þetta var fyrirburður, það lék enginn vafi á því. Sá dauði var kominn að sækja barnið sitt. Já, það yrði varla langlíft barnið það. Ja, sá almáttugi hafði svo sem alla þræði mannlegs lífs í hendi sér og hann væri réttsýnn í stjórn sinni. Þetta var líka hór- bam .... — Þessi nýja átylla til sagnagerðar gróf svo um sig, að jafnvel móðir Sigrúnar, sem var einföld og falslaus kona, trúði því bókstaflega, að hinn dauði væri kominn að sækja barnið sitt. Þrem dögum síðar varð Sig- rún veik. Það var í skyndi sent eftir ljósmóðurinni, sem lét bíða eftir sér í hálfan annan tíma. Loksins kom hún þó, feit og brussuleg. Andlit hennar var kringlótt af spiki og rautt; röddin há og skerandi. Hún tautaði sífellt í umvöndunar- sömum tón um ómaga og lausa- leikskrakka. — Þetta unga kven- fólk er svo sem sjálfu sér líkt í flestu, tautaði hún. Ekki getur það einu sinni séð svo að sér, að það láti ekki hvaða karlmann, sem er koma inn á sig barni. Það leið á nóttina, og fæðing- in var erfið'. Litlu systkini Sig- rúnar voru hrædd við hljóðin í henni. Ljósmóðurin var orðin sveitt í andliti og önug. Hún tautaði eitt og annað fyrir munni sér um leið og hún beygði sig 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.