Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 6
hófið undir berum himni, enda veð'ur blítt og fagurt. Það var á Jónsmessunni. Margar skilnaðarræður voru fluttar, en stytzt var ræða heið- ursgestsins, aðeins þessi orð: „Þakka ykkur öllum fyrir mig. Mér þykir sárt að fara héðan. Eg hef hvergi séð fegurra sólar- lag“. Um leið og harrn sagði þetta benti hann á sólina, sem var að setjast og allt fólkið sneri sér við og horfði á sólarlagið. Og nú hafði hann verið í sjö ár í Reykjavík hjá dóttur sinni og börnunum, fáskiptinn og þurr á manninn, tók sér langar göng- ur á hverjum morgni, dvaldi lengstum einn í bókaherberginu sínu og las og fór snemma að hátta á kvöldin. Dóttir gamla mannsins var töluvert lík honum, en þó miklu ræðnari og mannblendnari. Kristni, syni hennar, þótti svipa rnjög til afa síns á ýmsan hátt, hann var dulur og fór sinna eigin ferða, en gat verið fjörmikill, þegar því var að skipta, og kom þá stundum fyrir, að mömmu hans fannst hún ekki ráða við hann. En ekki þurfti hún nema nefna afa hans, þá var öllum lát- um lokið. Drengurinn óttaðist afa sinn og þó hafði hann aldrei talað til hans styggðaryrði. Kristinn var í Menntaskólan- um og afi hans hafði kennt hon- um dönsku, ensku og reikning og það voru beztu námsgreinarnar hans, auk íslenzkunnar, en yfir- leitt hafði hann staðið sig ágæt- lega í skólanum og þó aldrei bet- ur en síðasta vetur. Þorkell hafði ekki kennt Kristni einum. Vinkona dóttur hans átti telpu á líkum aldri og þau höfðu lært saman hjá gamla manninum og henni hafði gengið ámóta vel. Það var um hálfur mánuður síðan „hneykslið1*1 hafði átt sér stað. Fríða, dóttir gamla manns- inn, kom inn í bókaherbergið' til hans, lokaði hurðinni á eftir sér og sagði umsvifalaust: „Ég þarf að tala við þig, pabbi, um hann Kristinn og hana Rósu Iitlu". Garnli maðurinn lagði hægt frá sér bókina á skrifborðið, sem hann sat við, sneri sér að Fríðu, tók ofan gleraugun, hélt á þeim með báðum höndum og horfði fast á dóttur sína, en sagði ekk- ert. „Þú veizt auðvitað, hvað hef- ur komið fyrir og um hvað hefur verið talað síðasta hálfa mánuð- irin, hér á heimilinu og hjá henni Þóru vinkonu minni, þó þú hafir ekki lagt orð í belg frekar en þú ert vanur“. Gamli maðurinn beið og horfði enn í augun á Fríðu. 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.