Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 22
þegar við fórum allir til Oxford?“ Peter kinkaði kolli. Hann vissi, að þetta var bending um að lýsa afreksmanninum, sem stað- ið hafði fjárhagslegan straum af förinni.' En hann kom sér ekki til að fylgja vísbendingunni. „Eg var elcki með“, sagði hann aðeins, „ég hafði nóg að gera það misseri“. „Bara að þú hefðir sagt mér það“, sagði Sam. „Þá hefði ég séð til þess að þú hefðir getað verið með“. Hann sneri sér að Nóru. „Þú skilur, við höfðurn möguleika til að sigra Oxford það ár, og svo fékk ég þá grillu í höfuðið, að allur skólinn skyldi verða viðstaddur, og leigði fjölda strætisvagna, svo allir gætu farið“. Hann hló og hristi höfuðið yfir sinni eigin eyðslu- semi í æsku. „Það var auðvitað dálítið heimskulegt, en gaman var það'! Við tókum ekkert nærri okkur þótt við biðum ósigur“. Sam minntist annarra atvika, þar sem svo hafði viljað til, að hann lék aðal hetjuhlutverkið. Virðing Peters fyrir ungu stúlk- unni óx, þegar hann sá, að hún gleypti ekki við frásögnum Sams með þeirri hrifningu og lotningu, er Sam átti að venjast, en hlust- aði á hann með lítið' eitt vork- unnlátu brosi. Hún vcir skynsöm, hugsaði Peter. Sam var vanur því, að stúlkur dáðust alltof áberandi að honum og tilbáðu hann. Kæruleysi Nóru Finley hafði þegar haft sín áhrif á hann og verkaði sein einskonar ögrun. Og nú stóð hún upp með þeim fjaðurmagnaða yndisþokka, sem Peter hafði áður veitt athygli, leit kæruleysislega á Sam og beindi svo augum að Peter. „Mér er forvitni á að vita, hvort þér eruð annar eins af- burðasundmaður og af er látið, 01ney!“ Peter gat ekki stillt sig um að lilæja. Þetta var næstum snilld- arlegt, sagði hann við sjálfan sig. Að gera sér upp leiða á sjálfsævi- sögu Sams, og látast hafa áhuga og aðdáun á annarri eins auka- persónu og Peter Olney! „Eigum við að' sjá hvort okk- ar verður fljótara út að duflinu og í land aftur?“ „Nei, ég þakka fyrir mig“, sagði Peter með áherzlu. „Hvers vegna ekld?“ Hún hóf upp dökkar augabrúnirnar. „Það er of hættulegt“, sagði Peter og horfði rannsakandi á hana. Hann dæmdi fólk eftir því, hvernig það brást við þessari setningu. Og hann sá, að þrátt fýrir allt hafði honum skjátlast í mati sínu á Nóru Finley. Hún var eftir allt saman alveg eins og allar hinar, og sá ekki annað í hættunni en spenning og vogun. „Er það?“ sagði hún hlæjandi. 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.