Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 58
byrgja andlit og háls. Allt er ná- kvæmlega útreiknað. Eftir fá- ein augnablik kemur báturinn fyrir tangann. Það er Patrick — takið eftir — sem beygir sig nið- ur og athugar líkið. Hann er sem þrumulostinn og yfirkominn af harmi! Vitnið, sem hann tekur með sér, er ekki valið af handa- hófi. Ungfrú Brewster er loft- hrædd; hún myndi aldrei voga sér upp stigann, heldur fara aft- ur á bátnum. Það er sjálfsagt, að' Patrick bíði hjá líkinu, þar sem hætta kann að vera á, að morðinginn leynist í nágrenninu. Þegar báturinn er úr augsýn, sprettur Christine á fætur, klippir sundur hattmn, með skærum, sem Patrick hefur tek- ið með sér, vefur honum innan í sundbolinn og þýtur upp stig- ann. Síðan fer hún í fötin og hleypur heim að gistihúsinu. Hún hefur tíma til að skreppa í bað og þvo af sér brúna litinn, áður en hún fer í tennisfötin. Hún hefur enn tíma til þess að fara inn í herbergi Lindu, og brenna hattinn ásamt hárloklc- unum, í arninum. Hún lætur hálfbrunnið blað úr dagatali verð'a eftir. Það er greinilegt, að það er dagatal, sem brennt hef- ur verið, en hatturinn er orðinn að ösku. Hún veit, að Linda hef- ur verið með galdratilraunir; vaxið og títuprjónninn lýsa því. Christine kemur á tennisvöll- inn þegar öll hin eru mætt, en það er enginn asi á henni og hún er í fullkomnu jafnvægi. Á meðan hefur Patrick nálg- ast hellinn. Arlena hefur ekki séð neitt, en óglöggt heyrt rnanna- mál. Nú kallar Patrick á hana. Hún kemur út úr felustað sín- um, og hann grípur fyrir kverk- ar henni“. Poirot lækkaði róm- inn. „Þannig lauk lífi hinnar fögru, en fávísu Arlenu Mars- hall“. Eftir nokkra þögn sagði Rosa- mund Darnley: „Þér lýsið þessu svo, að það stendur allt ljóst fyrir manni“. Það fór hrollur um hana. „En nú eigið þér eftir að segja okkur hvernig þér komust að öllu þessu“. „Eins og ég sagði yður einu sinni“, svaraði Poirot, „þá lít ég alltaf á málið eins og mér virð- ist það liggja beinast við. Strax í upphafi fannst mér Patrick Redfern vera líklegastur til að' hafa myrt Arlenu. Hvern ætlaði Arlena að hitta, þarna um morg- uninn? Ég þóttist geta ráðið af hinum broshýra svip hennar og því, sem hún sagði við mig, að það myndi vera Patrick Red- fern. Af því dró ég þá ályktun, að hann hlyti að hafa myrt hana. En fyrst í stað hlaut ég að kannast við, að allt benti til 56 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.