Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 63

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 63
nærri mér hennar vegna. Hún var dæmalaus einfeldningur; vitlaus í karlmönnum, hún gat ekki að því gert, og þeir höfðu hana að fífli og léku hana illa á allan hátt. Ég hafði gengið að eiga hana, og mér bar að gæta hennar, eftir beztu getu. Ég held að hún hafi skilið það og verið' mér í rauninni þakklát. Hún var — því verður ekki neitað — hún var, þrátt fyrir allt, yndisleg“. Rosamund sagði hljóðlega: „Nú skil ég þig, Ken“. An þess að líta á Rosamund, tók Kennert Marshall upp pípu sína og fór að troða í hana. Hann sagði í hálfum hljóðum: „Þú ert skilningsgóð, Rosa- mund“. Rosamund brosti glettnislega. „Ætlarðu að' biðja mín núna, Ken, eða bíða í sex mánuði?“ Marshall missti út úr sér píp- una. Hún datt nið'ur á gólfið og brotnaði. „Hver skollinn! Þetta er önn- ur pípan, sem ég missi hérna. Hvernig vissir þú, að ég áliti við- eigandi að bíða í sex mánuði?“ „Nú — líklega af því að það er við'eigandi. En ég vildi mega ganga út frá einhverju ákveðnu. Annars gæti ég átt á hættu, að þú fréttir um einhverja konu, sem lent hefði í vandræðum og eltir hana uppi til að bjarga henni, á þinn göfugmannlega hátt“. Hann hló. „Ég elti þig uppi næst, Rosamund. Þú verður að hætta við þessa fataverzlun þína. Við' flytjum upp í sveit“. „Þú virðist ekki vita, að ég hef allgóðar tekjur af þessari verzlun. Það er mín verzlun — skilurðu? Ég hef komið' henni á laggirnar og unnið hana upp, og ég er hreykin af því! Og svo vog- ar þú að segja mér að hætta við hana“. „Já, ég voga mér það“. „Og heldur þú að ég elski þig svo, að ég taki mark á því?“ „Ef svo er ekki“, sagði Ken- neth Marshall, „ert þú mér einskis virði“. Rosamund sagði innilega: „Vinur minn, ég hef alltaf þráð að lifa í sveitinni — með þér“. ENDIR Hvað næst? Ungi maðurinn sneri sér að stúlkunni, sem sat við hlið hans i bílnum. „Bíllinn er benzínlaus“, sagði hann. „Hvað á ég nú að gera?“ „Hvernig ætti ég að geta sagt um það?“ sagði hún. „Eg hef aldrei farið í bíltúr með yður áður“. HEIMILISRITIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.