Heimilisritið - 01.12.1948, Side 5

Heimilisritið - 01.12.1948, Side 5
Hún ber enga böggla. Andlitið er frítt og vöxturinn fallegur. Hún leiðir litla telpu, á að gizka fimm eða sex ára gamla. Telpan stanzar við hvern búðarglugg- ann á fætur öðrum, frá sér num- in af allri dýrðinni, sem þar mæt- ir augunum. „Mamma, mamma!“ Telpan þrífur fast í hönd móð- ur sinnar. Hún hefur stanzað við' stóran sýningarglugga, fullan af allskonar glingri. I miðjum glugganum er stór brúða. Litla stúlkan stendur með opinn munn og bláu barnsaugun verða alveg kringlótt. „Er hún ekki falleg, mamma?“ Glugginn er opnaður að inn- an, einn búðarmaðurinn kemur út í hann, tekur brúðuna og sýn- ir vel búnum hjónum, sem eru inni í búðinni. Konan tekur blíð- lega í handlegg litlu stúlkunnar. „Komdu Gréta mín, þetta er ekki fyrir okkur“. „Æ, nei, mamma mín, lofaðu mér að horfa á dúkkuna dálitla stund. Ætli maðurinn sé að kaupa hana?“ „Sjálfsagt, góða mín. Hann á víst litla stúlku heima, sem hann ætlar að gefa hana“. „Heldurðu að pabbi hefði gef- ið mér hana, ef hann hefði ekki verið farinn til guðs?“ „Sjálfsagt, væna mín“. „Af hverju var guð að taka HEIMILISRITIÐ hann til sín, mamma? Mér finnst guð ætti að lofa honum að koma til okkar um jólin“. Móðirin þrýsti hönd litlu stúlkunnar og það glitra tár í augum hennar. „Já, hefði Sigurður lifað!“ Þau höfðu verið svo hamingjusöm, þessi fáu ár. Hann var alltaf svo blíður og góður, hafði næga vinnu, svo að þau höfðu lifað áhyggjulausu lífi — sem sagt eins og glaðværir, hamingjusam- ir söngfuglar, sem hugsuðu að- eins um líðandi stund og yndis- leik hennar. Það liafði byrjað dag einn með dálitlu kvefi — síðan orðið meira og meira. Loks hafði hann lagzt alveg í rúmið, þannig gekk það í eitt og hálft ár. Hún hafði reynt að taka að sér þjónustu, jafnframt því sem hún stundaði sjúklinginn og barnið. Það hafði samt lítið dug- að fyrir læknishjálpinni. Hún hafði ekki getað hugsað sér að láta hana fara í sjúkrahús, því lienni hefði fundizt engum trú- andi fyrir honum nema sjálfri sér. Fram á síðustu stund hafð'i hann vonað, og þau bæði, að bráðum kæmi alger bati. Batinn hefði líka komið, en ekki á þann hátt, sem þau hefðu búizt við. Hún hafði reynt að hafa út- förina sómasamlega: Allt hafði 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.